Landneminn - 15.08.1955, Blaðsíða 13

Landneminn - 15.08.1955, Blaðsíða 13
IÆWIS MUMFORD: EFTIR THOMAS MANN Raunverulegan styrklelka slðleysis er auðveldlega hœgt að otmeta: sérhver ein- beittur minnihlutl með jöfnum krafta- hlutföllum, meira að segja jafn umlcomu- laus og kristnin var á 2. öld e. Kr., myndi að líkindum búa yfir nægum guðmóði til að leggja undir sig vesturlandaþjóðfélag. Þvi að við lifum á hnignunartímum.. Elzta og augljósasta mynd hrörnunar er afturför kristindómsins, þar sem milljónir manna hrærast slnnulausar í hugarheimi trúar- bragða, sem allar þeirra vökustundir stangast á við sig sjálf. Jaínvel hvíldar- dagurinn er ekki lengur dagur andlegra háttbrigða: ekki lengur dagur helgaður andlegu samfélagl og sjálfsíhygli. Hvað sem líður öllu tali um sameiningu kirkna og trúarflokka, sem gagntekið hef- ur leiðtoga kristninnar undanfarna hálfa öld, er fátt sem raunverulega gefur til kynna róttækar tllraunlr á andlegum vett- vangi, sem koma þyrftu fram, ef endur- nýjung krlstlndómsins ættl að eiga sér stað — viðurkenningu á eðll hins upp- runalega tilgangs hans I þrengrl og viðarl merkingu, og viljann til að samhæfast — i nafnl þelrra alglldu verðmæta sem sér- hver maður fengi hlutdelld í — trúarbrögð- um annarra kynþátta og þjóða, sem Vest- urlandabúar hafa sýnt fyrirlitningu leng- ur en skyldi. Ókristilegt steigurlæti, undir yfirvarpi fágætrar opinberunar sannleika, sem ekki sé ætlaður öðrum þjóðum, er enn I dag hindrun þeirrar nauðsynlegu til- hliðrunar. Indverskur spekingur elns og Ramakrlshna gætl sktlið krlstindóminn með því að aðhyllast hann, beygja slg undir hann, taka á hugarorku sinni og viljafestu í því skynl að brjóta hann tll mergjar: en hinar kristnu kirkjur hyllt- ust tll að leggja undir sig afganginn af veröldlnni með auðveldara móti. með að- stoð verkfæra Andrews Undershafts, fjár- magnl og byssupúðri. Avextirnir af hnign- un kristindómsins hafa þroskazt, unz þeir hafa orðið að ýlduskemmd í okkar eigin kynslóð: sáttfýsi kvekaranna, sem ekki vildu veita fasistum mótspyrnu, Buchman- isminn. sem smjaðraði fyrir fasisma, klerkaveldi rómverskkaþólsku kirkjunnar sem. með heiðarlegum og minnlsverðum undanteknlngum, hafðl samvinnu með fas- istum fyrir opnum tjöldum. Afturkippur veraldlegra hugsjóna hefur reynzt samsvarandi augljós; en allt fram á daga núlifandi kynslóðar hefur hann ekki verið eins áþreifanlegur, okki gefið tilefnl til slíkrar örvæntingar sem nú: þeir sem urðu hans varir, svo sem Thoreau, Tolstoy og Ruskin á nitjándu öld, og Al- bert Schweltzer eða Relnhold Niebuhr á okkar dögum, voru álitnir siðspillt vlð- undur og sérvitringar — enda þótt það værl í rauninnl þjóðfélaglð sjálft sem var sérviturt. Ennfremur svo lengi sem vélin var enn á sköpunarstigl, sklptu annmarkar henn- ar minna máli heldur en sú lausn sem hún veltti undan þrældómi; og sjálfs- ánægja mannslns sökum uppgötvana i læknisvisindum og efnafræði, liffræöi og lífeðlisfræði, var íullkomlega réttmæt: já- kvæð þekking kom I stað einberrar skoð- unar, eins og hin skynsamlega skoðun hafði á sinum tíma teklð við af trúnni á vald og óskeikulleika vissra elnstaklinga. I heilsteyptu og mótuðu þjóðfélagl hefði engln af þessum framförum orðið skað- leg persónuleikanum: hið gagnstæða, þær myndu hafa þroskað mannlnn, elns og þær þroskuðu sálarlíf og persónuleika Ralphs Waldos Emersons við hlnar heppilegu krlngumstæður sem þróuðust í Nýja Eng- landi á árunum 1830—1860, en um það bera dagbækur hans ljósast vltni. Á okkar dögum hafa öll þau öfl, sem spyrna gegn hruni mennlngarlnnar lam- azt: lamazt af dauða og vanrækslu, sál- rænu niðurbroti og fjárhagskreppu. Hvaða jákvætt gildi hefur uppflosnað þjóðfélag fyrir þá, sem glatað hafa sinnl innri orku, þá sem ekki eru lífrænir þættir áþreifanlegrar eða ímyndaðrar heildar iengur? Að fráteknu gildi óheflaðasta sið- leysls eru þau eln verðmætl eftlr, sem eru afsprengi sjálfrar hnignunarlnnar: hlð svarta og glansandl þunnhýði á rotn- um líkama sem æslr upp imyndunarafl einhvers hemingways. En hér er listin sem oftar gædd spámannlegum anda: sum beztu listaverk nútimans eru elnmitt þau sem lýsa uppiausnlnni I heimi okkar af sniildarlegrl nákvæmni og sannleiksást: Endurminning iiðins lífs eítlr Proust, Ulysscs eftir Joyce og Eyðiland Ellots. Voru þetta ekki snjöllustu vltnisburðir Thomas Mann. þeirrar kynslóðar, sem i vonbrigðum og ringulreið bergði kvalabikarinn við lok fyrrl heimsstyrjaldarinnar og sökk æ dýpra í fenið næstu tvo áratugina? Þessl verk gnæfa hvert um sig hátt sem bók- menntir: öll eru þau sönnun þess, að ýmsir af helztu kröftum þessa þjóðfélags voru öfl upplausnarinnar. Eftir 1918 gerðust þelr, sem framtaks- samastir voru, glæpamenn og fasista- sprautur, sklpulögðu ofbeldi og spilllngu í síauknum mæll: 1 þetta skiptið notfærðu þeir sér veiklynda og elnfalda þjóðfélags- borgara (t. d. i Bandarlkjunum), fúsir tll að brjóta þau lög sem þeir höfðu sjálílr sett; í hltt skiptlð lögðu þeir elgnarhald á heil rikl, eins og I Italíu, Þýzkalandi, Spáni, Ungverjalandi og Póllandi, i þvi skynl að geta framkvæmt enn stórfeng- legri áætlanlr um svik og ofbeldi. Þeir sem ekkl höfðu aðra eins löngun tll at- hafna gátu aðeins stuðlað að áframhald- andi hnignun með aðgerðarleysl og þögn, samfara innvortis spillingu. Samhengis- laust málróf dadaisma og skynsemdar- snauð form súrrealisma komu íram á sjón- arsvlðið samtimis: enn frekari einkenni tómleika og nlðurlægingar sem ekki voru með öilu sneydd hugvlti, jafnvel fagur- fræðilegri leiknl. Listamenn af þessu tæl áttu sér tvenns konar viðhlæjendur: sér- fræðinga í hvers kyns óheilbrigð! og sér- fræðinga i ofbeldi: og skefjalaus andúð á fegurð, heildarsvip og heilbrigði var skilyrði fyrir þvi að teljast hlutgengur. Eins og málum var komið virðist svo sem verlð hafl gagnslaust að leita vitnis- burða um hið gagnstæða: en frá þeim öfium i þjóðfélaglnu. sem stóðust allt þetta. komu fram flelrl en eitt listaverk af slíku tæl. Kannske var Töfraf jailið eftlr LANDNEMINN 13

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.