Landneminn - 15.08.1955, Blaðsíða 12

Landneminn - 15.08.1955, Blaðsíða 12
.1 . ST ALIM: Æskan og vísindin — t)r ræðu á þingi Sambands ungra kommúnista 16. maí 1928 — Félagar, fyrir höndum er hið stórkost- lega verkefni að endurreisa allan þjóðar- búskap okkar. Á svlði landbúnaðarins verðum við að leggja grundvöll að sam- hæfðrl þjóðnýttrl stórframleiðslu. Ykkur er eflaust kunnugt um ávarp félaga Molo- toffs sem birtist i dag þess efnis, að ráð- stjórnln hafl færzt í fang hið mlkllfeng- lega verkefni að sameina hin smáu og dreifðu hændabýli í samyrkjubú og ætll sér að byggja ný og stór riklsbú til að íramleiða korn. Ef þessu verkefnl verður ekki komlð í framkvæmd, er ómögulegt að vænta varanlegra og stórstígra framfara. Á sama tíma og ráðstjórnin styðst við iðnað, sem rekinn er með stórframlelðslu- sniði, styðst hún i landbúnaði við smá og dreifð bændabýli, sem framleiða vörur að- eins að hálfu leyti og hafa mikiu mlnna kom aflögu en fyrir styrjöldina, þótt flat- armál ræktaðs lands sé stærra en fyrlr stríð. Þetta getur valdið alls konar örðug- leikum við forðasöfnun korns í framtíð- inni. Til að flrra okkur vandræðum, verð- um við í alvöiru að skipuleggja félagslega rekna stórframleiðslu i jarðyrkju. En tll þess að skipuleggja stórbú, verðum við að hafa þekkingu i landbúnaðarvísindum. Og þekking útheimtir nám. Ennþá eigum við skammarlega fáa menn, sem hafa þekk- ingu á landbúnaðarvísindum. Þess vegna þurfum við að þjálfa nýja, unga forystu- krafta íyrir hlna nýju félagslega reknu jarðynkju. 1 iðnaðinum er ástandið miklu betra. Þó stendur skortur á forystukröítum i vegi fyrir framförum elnnig þar. Það næglr að minna á Shakhty-málið til að sktlja, hversu aðkallandi það er að þjálfa nýja forystukrafta handa hinum sósialistíska iðnaði. Auðvitað höfum við á að skipa gömlum sérfræðingum í byggingariðnaðl. En í fyrsta lagl eru þeir mjög fáir, i öðru lagl er þeim ekki umhugað að byggja upp nýjan iðnað, í þrlðja lagi eru margir, sem hafa ekki skilning á hinu mnýju verkefn- um, og í fjórða lagi er stór hluti þeirra að þvi kominn að hætta störfum fyrir aldurs sakir. TIl þess að koma þessum málum i gott horf, verðum við á skömmum tima að þjálfa nýtt forystulið sérfræð- inga úr röðum verkalýðsstéttarlnnar. kommúnista og landssambands ung-komm- unista. Við höfum nóg af fólki, sem hefur löng- un tll að byggja og leiðbeina vlð upp- byggingarstörí bæði i iandbúnaðl og iðn- aði. En við höfum á að skipa skammar- lega íáum mönnum, sem vita hvernig á að byggja og stjórna. Fávlzka okkar á þessu svlði er nærri takmarkalaus. Það íyrir- ílnnst meira að segja fólk meðal okkar, sem er relðubúið að bera i bætifiáka fyrir þekkingarskort okkar. Séirtu ólæs og óskrifandi og hreykinn af fákunnáttunni, ert þú „sannur" verkamaður og verð- skuldar heiður og virðingu. En hafl þér tekizt að krafla þig út úr vanþekkingunni, iæra að lesa og skrifa og itllelnka þér vís- indalega þekkingu, ert þú annarlegur fugl, sem hefur „sagt skilið við fjöldann", hætt að vera verkamaður. Ég álít, að okkur geti ekki orðlð neitt ágengt fyrr en við höfum afmáð þennan menningarskort og búrahátt, þessa menn- ingarfjandsamlegu afstöðu til visinda og menntamanna. Verkalýðsstéttin getur ekki orðið raunveruleg ráðastétt landsins, nema hennl takist að vinna bug á menningar- skorti sínum, skapa sina eigin mennta- stétt, ná tökum á visindunum og læra að stjórna efnahagsiegum og vísindalegum starfsgrelnum. Okkur verður að skiijast, féiagar, að baráttuaðstæðurnar í dag eru ekkl þær sömu og á tímum borgarastyrjaldarinn- ar. Á dögum borgarastyrjaldarinnar gát- um við náð virkjum úr höndum óvinanna með skyndiáhlaupl, dirfsku, þori eða ridd- araárásum. í dag, við aðstæður friðsam- legrar efnahagsuppbyggingar, gerir ridd- araliðsárás aðeins ógagn. Hugrekki og þor er jafnmikil þörf fyrir og fyrr. En hug- rekki og þor fleyta okkur ekki langt fram á leið. Til þess að slgrast á óvinunum núna, verðum við að vita, hvernig byggja á upp iðnað, landbúnað, samgöngukerfi og viðskiptakerfi; og vlð verðum umfram allt að hverfa frá hinni drambsömu og þóttafullu afstöðu til viðskiptalífsins. Til þess að geta byggt, verðum við að hafa þekkingu og tök á visindum. Og þekklng krefst náms. Við verðum að nema af elnbeitni og þolinmæði. Við verðum að læra af öilum, jafnt óvinum okkar sem vinum, og þó sérstaklega óvinum okkar. Við verðum að bita á jaxlinn og nema; við megum ekki óttast það, þótt óvinir okkar kunni að hiæja að okkur, að heimsku okkar og fákunnáttu. Andspænis okkur stendur virki. Þetta virki eru vísindln, með sínum fjölmörgu visindagreinum. Við verðum fyrir alla muni að taka þetta virki. Það er æskan okkar, sem verður að ná þessu virki, ef hún ætlar að byggja upp nýtt þjóðlíf, ef hana langar til að verða sannur arftaki hinna gömlu varðmanna. Við getum ekki einskorðað olckur vlð að þjálfa kommúnistíska forystukrafta al- mennt, bolsévistíska forystukrafta al- mennt, fólk, sem getur talað mikið um ekki neltt. Viðvanlngsháttur og sýndar- kunnátta eru okkur nú fjötur um fót. Við þörfnumst bolsévistískra sérfræðinga í málmiðnaði, vefnaði, eldsneytlsiðnaðl, efnaiðnaði, landbúnaði, samgöngum, verzi- un, bókhaldi og íjölda annarra starfs- greina. Við þörfnumst nú herskara — hundraða og þúsunda nýrra bolsévistískra forystu- krafta, sem geta orðið afburðamenn hver í sinni grein. Bregðist þetta, er tilgangs- laust að hugsa sér örarl þróun hlnnar sósíalistisku uppbyggingar í landi okkar. Bregðist þetta, er fráleltt að okkur takist að ná eða að komast fram úr hlnum há- þróuðu auðvaldslöndum. Við verðum að Jiafa vald á vfsindunum, við verðum að þjálfa nýja forystukrafta skipaða boisévistískum scrfræðingum á öllum sviðum, við verðum að neina, nema og nema af einbeitni. Það er verkefnið núna. Fjöidaátak byltingarsinnaðrar æsku til öflunar vísindalegrar þekkingar — það er það, sem við þörfnumst núna, félagar. H. 1. þýddi. Leiðrétíing Kona af húnvetnskum ættum hefur skrifað Landnemanum og vakið athygli á þvi, að brigður séu bornar á það, að Vatnsenda-Rósa sé höfundur vísunnar I*ó að kali lieitur hvcr . . . 1 bréfinu segir: „í bókinni Sagnaþættir úr llúnaþingi (fsafoldarprentsm., 1941) eftlr Theodór Arnbjörnsson eru færðar sönnur á, að annar sé höfundurinn. Vísan er úr ijóða- bréfl, sem kallast Vetrarkvíði, er Sigurð- ur Ólafsson í Katadal á Vatnsnesi i Húna- vatnssýslu sendi konu sinni Þorbjörgu Halldórsdóttur, þegar hún var í betrun- arhússvinnu í Danmörk, en hún var dæmd fyrir grun um vitorð í morði Frlðriks sonar sins á Natani Ketilssyni. En Frið- rik var tekinn af lífl 1830. I»ó að kali heitur hver . . . er 24. vísan i Vetrarkvíða, 25. vísan — Vcrði sjórinn vcllandi . . . hefur einnlg verið elgnuð Vatnsenda-Rósu. Á bls. 79—84 I Sagnaþættlr úr Húna- þingi er nánar frá kvæðlnu sagt og enn- fremur i formálanum, sem er eftir Arnór Sigurjónsson, á bls. 12—13." 12 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.