Unga Ísland - 01.09.1912, Qupperneq 5

Unga Ísland - 01.09.1912, Qupperneq 5
UNGA ÍSLAND 61 ur hann stafinn. »Jæja, vertu þá sæll«. »Verlu sæll«, tautaði Pétur og horfði lengi á liann. Með löngum ákveðnum skrefum leggur hin knáa bjarnarskytta á stað j'fir fjöll og firnindi til bygða. Hálfii stundu siðar sér konan á nyrðra Arvelli mann koma brunandi á skíðum ofan snarbratta Árvallalilið- ina og grilti varla í hann fyrir mjall- rokinu. Hún stóð og starði á hann, þangað til hann kom nær. Það var Knútur sonur hennar. »En hvað í hamingjubænum!« — Hún kallar til hans, en hættir alt í einu. Sonurinn dettur máttlaus niðuv. »Sendu — sendu — menn til skóg- arlcc stynur hann upp. Ivonan slær saman höndunum. »Já, er það ekki það, sem eg hefi alt af sagt«, segir hún. »Flýttu þér!« hvislar sonur hennar og stendur upp með herkjubrögðum. Móðir hans snýr sér hratt og þýtur inn. Eftir fjórðung stundar' halda tveir menn til skógar með létta skíðagrind og rekja slóðina — til þess að sækja Pétur, og faðir hans ekur í sprettin- um óraveg eftir lækni. En inni við arineldinn í Árvallar- baðslofanni situr Knútur, reykir pípu sina og segir kvenfólkinu, hvernig far- ið liefir. Og uppi á reginfjöllum, við blikandi bál liggur hundurinn á verði og starir á bleikt andlit með hálf- lokuð, sljófguð augu. Um kvöldverðarleyti komu menn- irnir aftur af fjalli með Pétur á skíða- giindinni. Hann hafði hrest ofurlítið, er þeir höfðu helt ofan í liann heitu kaffi; en sárið var stirðnað af storkn- uðu blóði, og hann gat eigi lireyft legg eða lið. En er þeir báru hann inn í bað- stofuna, og móðir hans stóð þar kvein- andi og barmaði sér, sneri liann höfð- inu til liálfs að tveim piltum, sem komu á eftir: »Það liggur bangsi eftir inn á fjallicc, sagði hann og brosti dauft. Svo kom læknirinn. — Pétur lifði mörg ár eftir þetta. Og margan björninn skulu þeir Knútur í sameiningu. En er hann var spurð- ur, hvernig liann hefði kunnað við sig í bjarnarklónum, hló hann, ypti skökku öxlinni og sagði hægt; »0, það var nú annars nógu skrítiðcc. Skýringar. Saga pessi segir frá vió- buröum í afdal einum út úr Eystridal í Noregi. Þar er fannkyngi mikil á vetrúm og lognfrost alt aö 40° á C. og þar yfir. Skógar eru par afarmiklir. Austurdælir eru harðgerðir mjög og karlmenni, stiltir vel og íáorðir ok vinir í raun. 'tiAfi gamlh er gælunafn Austurdæla á skógarbirninum. Norslc míla er 10 kílómetrar (rastir) l1/* norsk míla = 2 islenskar. Ritstj. Til gagns og gamans. Smávegis um dýrin. Dáteiðsla. Oft vill það til, að bæði menn og skepnur missa skyndilega alla stjórn á taugum sínum, sérstaklega afltaug- unum — og geta því hvorki hreyft legg eða lið, hvað sem í liúfi er. Orsakirnar geta verið margvíslegar. Gömul kona setfi einusinni lampa svo ógætilega á horðið, að liann valt um koll og brotnaði. Það kviknaði í olíunni og að vörmu spori fór borð og gólf að brenna, og allt stóð í hjörtu báli. En konan stóð grafkyr með úlrélta aðra hendina og ein- blíndi á eldinn án þess að gela hreyft sig — og þannig stóð liún, þangað til henni varð hjargað. Maður mætir t. d. alveg óvænt tíg-

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.