Unga Ísland - 01.06.1914, Side 5

Unga Ísland - 01.06.1914, Side 5
UNGA ÍSLAND 45 Til Spitsbergen fer fjöldi manna árlega. Sumir stunda fiskiveiðar, aðrir dýraveiðar, svo sem: Refa, úlfa, bjarna o. fi. Mörg stór skemti- skip fara nú orðið þangað á hverju sumri. Nýlega var þar bygð loítskeyta- stöð (Marconi). 200 árum seinna, en Hudson ferð- aðist, fór Robert Fulton eftir Hud- sonslljótinu á gufuskipi, og þóttu það tiðindi mikil, og þá var heiðri Hudsons haldið mjög á lofti. Hugrekki. I3ótt bann væri orðinn 14 ára, var hann rnjög lítill vexti. Oft varð hann að alhlæi, fyrir það og tók hann sér það mjög nærri. Hann fékk þó tækifæri til að sýna hvað í lionum bjó. Einn dag var hann i knatlleik með fjölmörgum unglingum. Alt í einu kemur vagn þjótandi. í honum sitja tveir vel búnir menn. Þeir reyna að stöðva hestanna. en þeir eru tryltir og óviðráðanlegir. Allir þjóta lil hliða. Það gerði Hans lika. Þaut hann heint yfir túnið, en hestarnir fóru langan sveig eflir veg- inum. Tók þar við brött brekka. Leit út fyrir að hestarnir mundu steypa sér þar fram af og mola vagninn. Voru mennirnir i hinni mestu hættu. Hans komst að brekku- hrúninni tæpri minútu á undan hestunum. Lafmóður þreif hann upp stein og beið með hann í hendinni. »Davíð feldi ljónið og Golíat með steini, vera má að eg geti stöðvað hest með steini,« hugsaði Hans. Þegar hestarnir voru ekki nema tíu skref frá honum, kaslaði hann stein- inum af öllum kröftum og var svo heppinn að hitta annan hestinn á milt ennið; var höggið svo mikið, að hann féll, og stöðvaðist þá hinn hesturinn um leið. Mönnunum fanst þeir eiga Hans líf sitt að launa. Annar þeirra hljóp til hans, tók í hönd honum og sagði: »Bestu þakkir hugprúði drengur. Hver laun vilt þú fá fyrir afreks- verk þitt?« »Engin,« sagði Hans og hló, »en það var svo gaman að eg skyldi hitta hann rétt i ennið.« »Þú ert ágætur drengur,« sagði ókunni maðurinn. »Eg ætla að taka að mér uppeldi þitt framvegis, þú skalt fá orð frá mér á morgun.« Margir menn voru nú komnir utan um vagninn, komst nú alt í gott lag aftur. Hesturinn hafði að- eins rotast; stóð hann nú á fætur; og héldu nú mennirnir ferð sinni áfram til þorpsins. Nú héldu menn að þessi saga væri á enda, en dag- inn eftir kom sendimaður konungs til hreppstjórans og spurði eftir Hans. Sagði hann að maðurinn, sem Hans hefði talað við, væri elsti sonur konungsins, vildi hann fá að annast uppeldi drengsins. Litlu siðar var Hans á leið til höfuðstaðarins. Sex árum siðar var hann orðinn herforingi yfir stórri herdeild. Það átti hann að þakka dirfsku sinni og snarræði, þegar aðrir stóðu hræddir og ráðþrota. Hugrakkur maður sigrar oft, þar sem sterkur maðum bíður ósig- ur. Sálarkraftarnir eru meira verð- ir, en kraftar líkamans,

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.