Unga Ísland - 01.05.1918, Page 1

Unga Ísland - 01.05.1918, Page 1
Fleytur, Löngu áður en menn kunnu nokkuð að bátasmíði og skipagjörð, fleyttu menn sér yfir ár og vötn á trjám og greinum, sem straumurinn bar með sér, ýmist er sund var þreytt eða þá er menn áttu fjörvi að bjarga undan ó- vinum sínum. í þessu í sjálfu sér var engin uppgötvun fólg- in, en vafalaust mun þó mega telja þetta fyrsta sporið til þess að menn fóru að hugsa um að fleyta sér yfir löginn. Athygli manna hefir án efa beinst að því, að hægt var að komast á- fram á vatninu með því að nola grein eða eitthvað þessháttar fyrir ár, °g sjálfsagt hefir reynslan fljótt kent niönnum það, að heppilegra var að nota gilda grein til þessa en granna. ^erkanir vindsins hafa sjálfsagt snemma þekst. Laufguð grein upp af fljótandi trjábol í stormi var besta sýnishorn þess, hvað vindurinn mátti sín mikils. Stæði maður á fljótandi tré í vindi, liefir ekki hjá því farið, að hann yrði áhrifanna var. Má ef- laust telja, að fyrst í stað hafi mað- urinn á frumfleytum sínum á þann hátt haft sjálfan sig fyrir siglu og dýrafeld fyrir segl. En þegar maður- inn hefir nú þannig verið kominn á lag með að fleyta sér, er öldungis víst, að hann hefir farið að búa sér til fleyt- ur, og er þá líkast að margir trjábolir (mörg tré) hati verið tengdir saman. Á þann hátt hafa verið gerðir stórir flekar, sem báru marga menn, heila fjölskyldu með búslóð og öllu. Þess- konar flekar eru notaðir enn þann dag í dag meðal villimanna í ýmsum löndum lieimsins. Livingstone getur þess í ferðasögu sinni, að sumir negrarnir í Afríku geri trjáfleka án þess að binda þá, á þann hátt, að leggja fyrst mörg tré samhliða og önnur svo þvert þar

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.