Unga Ísland - 01.05.1918, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND
35
ríki hans óx tré, sem bar þá ávöxtu
er nefndir eru ódáinseplin. Væri ein-
hver sjúkur, jafnvel í dauðans kverk-
um, þá þurfti hann ekki annað en
borða einn einasla munnbita af þess-
um ódáins eplum, til þess að verða
alheill aftur. En í seinustu tultugu
árin hafði tréð hvorki borið blóm né
ávöxlu. Dauðinn var kominn lil þjóð-
arinnar og liafði skilið ættmenn og
vini, hriflð börn frá foreldrum og for-
eldra frá börnum.
Viltu nú ekki spyrja manninn sem
alt sér og veil hver sé orsök þessa
þjóðarböls?«
»Pví lofa eg«, sagði Flóðrekkur.
Því næst kom hann í stóra borg
og fagra. Þar virtist lionum þögnin
ríkja.
Hér mætti hann gömlum manni.
Sluddist hann við slaf og virtist eiga
mjög erfitt um gang.
»Guð blessi þig, gamli maður!«
»Þakka þér fyrir kveðjuna, æsku-
maður. Hvert heldur þú?«
»Til hallar Drífanda, til þess að
ná þremur gullhárum af höfði hans«.
»Ætlarðu þangað? Þá ert þú sá
bjargvættur okkar í neyðinni, er við
lengi höfum þráð. Iværi æskumaður
komdu með mér til hallar kóngs míns
og drotnara og hlustaðu á mál hans«.
Kongurinn mælti þannig við Flóð-
rekk: »Þú ætlar til Drífanda, manns-
ins, sem veit alt og sér alt. Ef þú
vilt erinda dálítið fyrir mig um leið,
þá skal eg gjalda þér það stórmann-
lega og um leið veilir þú ógæfusamri
þjóð liamingju aftur. Hlustaðu nú á
mál mitt«. Og kóngurinn sagði hon-
um frá, að þar í landi hefði verið
lind ein og kölluð y>hreysíilindin((.
Sjúkir menn hefðu læknast, er þeir
drukku úr henni. En væru þeir of
örmagna, til þess að geta drukkið,
þá þurfli ekki annað en stökkva dropa
á enni þeim og jafnskjólt urðu þeir
heilbrigðir. Þarna hafði verið óaf-
látanleg hreysli með þjóðinni, en fyrir
tólf árum hafði lindin þornað og eng-
in sköpuð ráð voru til að ná úr henni
einum einasta dropa upp frá þvi. »Því
biðjum vér þig í nafni allrar þjóðar-
innar að spyrja manninn sem veit alt
og sér alt, hverju gegnir þessi ógæfa
vor«.
Flóðrekkur tók því vel og kóngur
kvaddi hann með fyrirbænum og
blessun sinni.
Fá hélt ungi maðurinn áfram ferð
sinni og kom að skógi einum mikl-
um. í honum miðjum var stórt gras-
lendi þar sem úði og grúði af liinum
dj'rlegustu skrautjurtum og á miðju
graslendinu gnæfði höll ein við him-
in, gerð af skíru gulli. Þarna slóð
hinn veglegi búslaður Drífanda liins
aldna, glæsilegur og stórfenglegur og
allur líkt og á eld sæi. Eigi var Flóð-
rekki bannaður aðgangur. Hann
fór í gegnum fjölda herbergja án þess
að verða var við nokkra lifandi veru.
Loks fann liann í horni einu gamla
konu, sem var að spinna. »Vertu vel-
kominn Flóðrekkur«, mælli hún. »Eg
verð fegin að sjá þig«.
Þarna var liún komin hún guð-
móðir hans, sú hin sama, er veilt
hafði honum húsaskjól, þá er hann
var að villast í skóginum með liið
örlagaþrungna konungsbréf. »Hvert
er erindi þitl hingað svona langa leið?«
»Kóngurinn vill ekki gera mig að
tengdasyni sínum endurgjaldslaust.
Nú hefir hann heimlað að eg vinni
það til að færa honum þrjú gullhár
af höfði Drífanda«.
Hin aldurhnigna kona brosti.
»Drífanda hins aldna?« mælti hún.
»Veit kóngurinn hver hann er?« »Veist
þúhver hann er?« »Eg veit um það,
því að eg er móðir hans. Drífandi
er sólin sjál/, hin heiða sól í manns
mynd. Á hverjum morgni er hann