Unga Ísland - 01.05.1918, Page 6
38
UNGA ÍSLAND
»Það er golt, að þú ber mig ekki
eins og þú barst umskiftinginn«, sagði
sveinninn. »Hvað átt þú við með því?«
spurði bóndi. »Tröllskessan gekk með
mig á hinum gjáarbarminum og í
hvert skifti, er þér skriðnaði fótur
með krógann hennar, linaut hún með
mig«. — »Segir þú satt, genguð þið
hinum megin gjáarinnar?« spurði
bóndi og var hugsi. »Eldrei liefi eg
verið eins liræddur«, sagði sveinninn.
»Þegar þú kastaðir umskiftingnum í
gjána, ætlaði skessan að kasta mér á
eftir. Hefði móðir mín eigi verið svo
rösk að bjarga umskiftingnum — «
Bóndi gekk hægar og liægar upp
ásinn og tók nú að spyrja sveininn.
»Þú verður að segja mér hvernig þér
hefur liðið hjá lröllunum«. — »Það
hefir nú verið svo og svo«, sagði
drenghnokkinn, »en er móðir. min var
góð við umskiftinginn, var tröllskess-
an líka góð við mig«.
»Barði hún þig ?« spurði bóndi.
»Þegar móðir mín gaf umskiftingn-
um rottur og mýs, fekk eg brauð og
smjör, en þegar þið buðuð honum
kökur og kjöt, voru mér boðnir orm-
ar og pöddur. Fyrst ætlaði eg að
sálast úr hungri. Ef móðir mín hefði
eigi verið miskunnsamari en þið liin
liefði verið úti um mig«.
En er sveinninn mælti svo, sneri
bóndi rösklega við og gekk ofan í
dalinn beint til bæjar síns. »Eg veit
eigi hvað veldur, en mér finst bruna-
lykt, er eg hreyfi við þér og hár þitt
er eins og sviðið væri eldi«. — »Mér
var varpað inn í eldinn í nótt, um
leið og þú slöngst umskiftingnum inn
i liúsið, sem stóð í björtu báli og
hefði móðir mín eigi bjargað umskift-
ingnum, myndi eg hafa brunnið inni«.
Þá varð bónda svo órólt, að hann
nærri hljóp til að komast heim til
konu sinnar. En alt í einu nam hann
staðar. »Nú verður þú að segja mér,
hvernig á því slóð, að skessan slepti
þér«, sagði hann. »þegar móðir mín
hafði lagt í sölurnar það, sem meira
var en lífið, höfðu tröllin ekkert vald
yfir mér lengur, en létu mig fara«,
sagði sveinninn. »Hafði hún lagt í
sölurnar það, sern meira var en lífið ?«
sagði bóndi. »Já, því skyldi liún eigi
bafa gert það, er hún lét þig fara frá
sér, án þess að reyna að halda þér
kyrrum«, sagði barnið.
Húsfreyja sat kyr á sama stað við
brunninn. Hún svaf ekki, en henni
fanst hún orðin að steingjörfingi. Hún
gat eigi hrært sig og hún veitti því
enga eflirlekt lengur, sem franr fór í
kringum lrana, fremur en hún væri
dauð. t*á heyrði hún lirópað til sín
með rödd. bónda síns. Við það lók
bjarta lrennar aftur að slá og lífið að
vakna með henni. Hún sló upp aug-
um og liorfði glaðvakandi í kring.
Kominn var bjarlur dagur, sólin skein,
fuglar sungu, og henni fanst óhugs-
andi, að svona fagran morgun ætli
liún enn að bera alla óhamingju sína.
En um leið sá hún sviðna raftana,
sem lágu eftir, þar sem liúsið hafði
staðið, og fjölda manns með svarlar
hendur og hrírnug andlit. Og þá mint-
ist liún þess, að liún vaknaði upp til
verri óhamingju en nokkru sinni áð-
ur. Samt hafði hún einhvern grun
um, að nú væri hún gengin um garð.
Hún leit eftir umskiftingnum. Hann
lá nú ekki í knjám hennar og eigi
sást hann heldur í grend. Ef hún
hefði breylt að vanda, hefði hún æll
af stað að leita lians, en nú kendi
hún enkis kvíða hans vegna. Hún
heyrði mann sinn hrópa úr fjarlægð.
Hann kom ofan úr skóginum á leið
lil bæjarins og alt þetla ókunna fólk,
sem hjálpað liafði að slökkva, hljóp
til móts við hann, sló hring um hann,
svo hún gat ekki séð hann. Hún
heyrði einungis, að bann hrópaði í