Unga Ísland - 01.08.1918, Qupperneq 2

Unga Ísland - 01.08.1918, Qupperneq 2
58 UNGA ISLAND Mark Twain. Samuel L. Clemens, sem allir þekkja undir gervinafninu Mark Twain, var fæddur 1834 í bænum Florida i Mis- souri-ríki. Á ungbarnsaldri fluttist hann þaðan með föður sínum til Hannibal j sama ríki. Stendur sú borg á bökkum Mississippi fljóts. í þessari borg ófst hann upp og gekk í alþýðuskóla. Tólf ára gamall misti hann föður sinn. Þrjú árin næstu vann hann á skrifstofu sem faðir hans hafði átt. Var hún miðstöð fé- lags sem fékst við flutninga og ferða- lög. Eftir það vann hann að letur- setningu (prentiðn) í mörgum af aust- urríkjunum þangað til árið 1856 — þá gerðist hann hafnsögumaður á Mississippi sem hann segir sjálfur frá í bók sinni »Lifið á Mississippi«. — 1861 fór hann til Nevada og varð skrifari hjá bróður sínum og næsta ár héraðsskrifari í Nevada, árið þar á eftir varð hann ritstjóri stórblaðs. Þar ritaði hann margar greinar undir nafninu Mark Twain, sem þýðir: »merktu tvo faðma«, var það eitt af köllun leiðsögumannanna á Missis- sippi. Þá ilutlist hann til San Franeisco og tók þátt í útgáfu blaðsins »Morg- unkallið«, og fékst við námugröft í hjáverkum sínum. Þá var hann kos- inn í nefnd manna, til að ferðast til Sandwich eyjanna. Um það leyti rit- aði hann fyrstu bókina sem vakti al- menna athygli á honum, var hún æfintýri sjófarenda er brulu bát sinn við þessar eyjar. Þá reit hann og ýmsar smásögur, var »Hoppandi froskurinn« ein þeirra. Þá var hann útnefndur til að slást í för með fólki er var að leggja af stað í skemtiferð austur um Miðjarðarhaf og til lands- ins helga, reit hann bók um ferðina og nefndi »Sakleysingjarnir i útland- inu« (The innocents absoad), seldist hún ódæma vel og aflaði honum stórfrægðar. Var hún rituð af fjöri, lipurð og kímni sem svo mjög ein- kennir Mark Twain. Kennir þar mjög á sárbitru háði, en þó oftar góðlátri gamansemi. í þessari ferð komst hann í vin- áttu við blaðstjóra einn, sem var með í förinni. Giftist hann syslir hans 1870 og ffuttist árið eftir til Hartford í Connecticut, þar lifði hann um mörg ár og reit þar margar af frægustu bókum sínum svo sem: Æfinlýri Tom Savojes, (sem sr. Jónas Jónas- son frá Hrafnagili íslenskaði og gefin var út í Kvöldvökunum njTju á Ak- ureyri). Þar reit hann einnig »Kongs- sonur og kotungur« (the prince and the pauper) og margar fleiri sögur, en best þeirra allra er »Huckleberja Finni«, má hún óhætt teljast með bestu og frægustu skemtisögum heimsins. Ræð eg þeim sem þunglamalega geðs- muni hafa að lesa þessa sögu, og eru þeir ekki andlega heilbrigðir ef þeir hlægja ekki og komast í gott skap. Enda hefir bókin fleiri kosti en findnina, því að full er hún af lífsspeki og margs konar fræðum. Ekki nenni eg að telja fleiri af rit- verkum hans Mark Twains, mundi það lengja greinastúfinn of mikið, en af þessari stuttu sögu, má sjá, að fengið hefir hann margháttaða fífs- reynslu, unnið að mörgu og viða farið, en þrátt fyrir alt hefir hann aldrei látið neitt hindra sig frá rit- störfunum. Árið 1905 var honum haldin veisla í New York. Komu þar fjölmargir rithöfundar saman til sæmd- ar heiðursgestinum. Þessi mynd er tekin af Mark Twvain fimtugum, þegar sól frægðar hans og þroska var sem hæst á lofti. Susy litla dóttir hans skrifaði fall- lega, barnslega sögu af sér, gefurhún

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.