Unga Ísland - 01.08.1918, Side 7
UNGA ÍSLAND
63
Ali, svo hann varð að flýja sem fæt-
ur toguðu, og yfirgefa höfuðfatið með
steininum í.
Útataður í blóði og óhreinindum
komst hann heim til sín, og kvartaði
sáran yfir því, að missa hinn dýr-
mæta stein; jafnframt því sem hann
var gramur yfir heimsku fólksins, að
það skyldi ekki einu sinni vera mót-
tækilegt fyrir þau vísindalegu, en þó
einföldu sannindi, er hann vildi fræða
það um.
Hinn bróðirinn, sá næst elsti, gætti
sin betur.
Eftir að steinninn, sem honum
hlotnaðist, var kominn í eigu hans,
ihugaði hann vandlega, hverja dýr-
gripi hann skyldi óska sér. Hann
vildi ekki óska neins þess, sem ekki
var fram úr skarandi dýrmætt. Þess
vegna gekk hann fyrst út á sölu-
torgið, til að spyrjast fyrir um verð
og gæði á hlutum, sem þar voru á
boðstólum, til þess að hafa þó eitt-
hvað sér til leiðbeiningar.
Loksins sá hann verulega dýrmæt-
an hlut. Það var tyrkneskt sverð.
Handfangið var alt greypt með de-
möntum og rúbínsteinum. Kaupmað-
urinn heimtaði 1500 gullpeninga fyrir
það. Fólkið umhverfis hann fór að
hlusta og gá að, hver það væri, sem
spyrði eftir svona verðmiklum hlut.
Um leið og Ali Hassúf reiddi sverðið
í hendi sér, var burðarstóll borinn
fram hjá. Vindurinn haíði feykt frá
stóltjaldinu, svo Hassúf kom þar
auga á hina fegurstu mey, sem hann
hafði nokkurn tíma séð. Honum var
sagt, að það væri Fatmi, dóttir kalíf-
ans. Honum datt í hug, að hámark
gæfu sinnar yrði það, ef hann gæti
fengið sér hana fyrir eiginkonu, og
ólíklegt fanst honum það ekki, að
kalífinn vildi gefa sér hana, þar sem
hann sæi, að hann gæti eignast, þeg-
ar hann vildi, fyrirhafnarlaust verð-
mætuslu dýrgripi, sem tjl væru í
heiminum.
Hann afréð því að kaupa sverðið,
en bað kaupmanninn að geyma það
fyrir sig til næsta dags, af því hann
hefði ekki svo mikla peninga á sér,
en þyrfti að sækja það sem á vant-
aði og kæmi svo aftur.
»Eg hafði ekki búist við, að það
væri svona dýrt«, sagði hann, »ann-
ars hefði eg haft með mér nóga
peninga«.
Þegar hann kom heim, söðlaði
hann asna sinn og lét upp á hann
tvær stórar körfur, beið svo þangað
til farið var að rökkva. Hann reið nú
út á eyðimörkina, þangað til hann
þóttist vera kominn nógu langt, svo
hann ekki sæist af neinum. Þóttist
hann nú hafa verið nógu varkár, en
þrátt fyrir það tók hann ekki eftir,
að þrír ískyggilegir menn veittu hon-
um eftirför, frá því hann fór frá sölu-
torginu og læddist út á eyðimörkina.
Hann staðnæmdist hjá feysknum
pálmaviðartrjám, breiddi stórt klæði
ofan á sandinn, neri steininn og sagði:
»Andi steinsins færðu mér 20 poka
fulla af gullpeningum«.
Hassúf þagnaði um stund, því hon-
um heyrðist mannamál í grend við
sig.
Þegar það þagnaði aftur, endurtók
hann ósk sína þrisvar sinnum. Hon-
um heyrðist eins og eitthvað þungt
hlunkast niður á klæðið, og þegar
hann gætti betur að fann hann 20
úttroðna poka. Hann opnaði hvern
af öðrum og sá að í þeim voru skín-
andi gullpeningar.
í hendingskasti lét hann pokana í
körfurnar á asnanum, og flýtti sér til
baka. Hann heyrði nú aftur Iágt hvísl
og það nær sér en áður. Hann stans-
aði, hélt niður í sér andanum og
hlustaði.
Alt í einu var þrifið sterklega í hann.