Unga Ísland - 01.09.1918, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.09.1918, Blaðsíða 4
68 UNGA ISLAND um, aö bræður sínir hefðu fengið þá, því að þeir hefðu endilega viljað ná i þá, og nú vissi hann ekkert um bræður sína, þvi hann hefði ekki séð þá síðan. »En Gyðingurinn Jassel fullyrðir, að hann hafi séð járnkassann i húsi þínu«, sagði soldáninn efablandinn. »Kassann liefir hann séð«, sagði Abdul, »því neita eg ekki. Eg bað bræður mína um hann til endur- minningar um minn kæra föður«. Soldáninn lagði ekki meira en svo trúnað á orð Abduls. Hann sendi þjón út í höll Abduls eftir kassanum. Þjónninn kom með kassann og af- henti soldáninum hann og fór svo í brott. Soldáninn opnaði hann og sá að hann var tómur. Þá varð honum litið á letrið á lokinu: »Það er vilji Allahs, að sá, sem er stöðugur í kærleikanum, skuli ekki glatast, heldur komast til tignar og metorða. Austurlöndin munu lúta honum, svo vítt sem döðlupálmarnir kasta skuggum sínum«. Meðan soldáninn las, rann upp fyrir honum ný hugsun. Hann lét nú sem hann skildi alt út í æsar og sagði: »Abdul Kassim, þú átt í lijarta þinu gimsteina, sem eru dýrmætari en allir þeir, sem finnast i skauti jarðarinnar. Af ást til bræðra þinna, — sem þú nú veist ekki hvar eru niðurkomnir og munu varla endur- gjalda þér hana að verðleikum — hefir þú geíið í burtu afskapleg auð- æfi, og af ást til föður þins hefir þú varðveitt þenna verðlausa járnkassa. En órannsakaðir eru vegir Allah. Hann heiir blessað áform þitt og starf og leitt þig á braut auðs, vegs og virðingar. Eg skil, við hvern hann á með þessu letri, og breyti því ekki þeim ásetningi, sem eg hefi tekið. Eg vil halda orð min við þig. Og eins og eg hefi einsett mér að gefa þér þá bestu gjöf, sem nokkur maður getur gefið — mína elskulegu dóttur Fatmi«. Soldáninn kallaði á umsjónarmann kvennabúrsins og skipaði honum að leiða Fatmi inn í höllina. Dóttir soldánsins hafði grátið alla nóttina yfir þvi, að faðir hennar hafði i hyggju að gefa hana útlendum konungssyni. Hana hrylti við því. Hún var einkabarn föður sins og uppáhald hans, og vildi því ekki gera honum neitt á móti skapi. Abdul Kassim, sem hingað til hafði staðið þögull, kallaði upp yfir sig af undrun, þegar hann sá Fatmi, því að hún virtist honum hundrað sinn- um yndislegri, en liann hafði heyrt talað um og liann hafði gert sér hugmynd um. Við það að heyra rödd Abduls, rak hún upp slór augu og starði á hann forvitnislega. Virtist hann, í mesta máta, falla henni vel í geð. Öll þverúð var horfin af svip hennar. Hún sagði við föður sinn: »Gerðu af mér hvað sem þér sýn- ist, faðir minn. Það er ekki af ófyrir- synju að þjóðin kallar þig vitrari en þá vitru«. Fatmi giftist nú Abdul; en hvorki hún né nokkur annar vissi að járn- kassinn, sem Abdul þótti svo vænt um, var tómur. Soldáninn hafði skip- að honum að leyna því, að honum hefði ekki hlotnast steinarnir. Fimm árum síðar lét soldáninn af ríkisstjórn sakir elli og þreytu. Hann dró sig algerlega i hlé og lét þjóðina kjósa Abdul til soldáns í sinn stað. Þannig kom það fram, sem ritað var á kassalokið. Austurlöndin lutu hinum unga soldáni svo vítt sem döðlupálmarnir uxu.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.