Unga Ísland - 01.09.1918, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.09.1918, Blaðsíða 7
UNGA lSLAND 71 Ðrauraurinn. ([Jngverskt æfintýri). Einu sinni var fálækur bóndi, sem átti þrjá syni. Einn morgun spurði hann elsta son sinn, hvað hann hefði dreymt. »Mig dreymdi skemtilegan draum, faðir minn«, sagði hann. »Eg þóttist silja við dúkað borð, með allskonar krásum á. Eg át og drakk, og glamraði svo mikið í glös- um, hnífum og skeiðum, að storkur- inn, sem sat í hreiðri sínu uppi á kirkjuturninum, heyrði það, varð hræddur og flug burt«. »Þetta var góður draumur«, sagði bóndi. »Þér veilti ekki af að borða þig saddan, þvi að enginn brauðbiti er til í húsinu, og þú færð því ekk- ert að eta i dag«. »Hvað dreymdi þig í nótt, drengur minn?« spurði bóndi næstelsta son sinn. »Mig dreymdi vel í nótt«, svar- aði hann. »Eg þóttist vera kominn í upphá stígvél með silfursporum. Þegar eg barði saman hælunum, kom svo mikill hljómur að konungurinn hrökk við, þegar hann heyrði hann og býr hann þó langt héðan«. wÞetta var ekki afleitur draumur. Hann kom sér líka vel, því að í vetur færð þú ekki annan skófatnað ella verður þú að ganga berfættur«, sagði bóndi. Svo sneri hann sér að yngsta syni sinum og spurði hvað hann hefði dreymt. En drengurinn þagði. Faðir hans bað hann fyrst með bliðu að segja sér drauminn, en þegar það dugði ekki, hótaði hann að flengja hann. Þegar pillur heyrði það, tók hann á rás út úr húsinu og út á þjóðveginn og bóndi á eftir með bareflið á lofti. í*ar mættu þeir konunginum, Hann ók í vagni sér til skemtunar, með sex gráum hest- um fyrir. Kóngur stöðvaði hestana og spurði bónda, hvers vegna hann ætlaði að berja drenginn. Bóndi sagði það vera af því, að strákur vildi ekki segja sér, hvað hann hefði dreymt í nótt. »Taktu við þessum gullsjóð«, sagði konungur og rétti bóndanum stóran poka með peningum í, »og láttu mig fá son þinn í slaðinn fyrir hann. Syni þínum skal líða vel hjá mér, ef hann vill segja mér draum sinn«. Bóndi félst á þetta og tók við sjóðn- um, en drengurinn fór upp í vagn- inn til kóngsins og ók með honum til konungshallarinnar. Iíóngur lét færa drenginn í skrautlegan klæðn- að og skipaði honum svo að segja drauminn í áheyrn allrar hirðarinn- ar. En live vel sem hann var beð- inn og hverju sem honum var hótað, sat piltur við sinn keip. Það var ó- mögulegt að fá hann til að segja drauminn. Kóng brast loks þolin- mæði og sagði: wÞrákálfurinn þinn, þú átt skilið að deyja og þú skalt fá það líka. Meðan verið er að kvelja úr þér lífið, skaltu fá tima til að í- huga þrákelkni þína«. Kóngur skipaði mönnum sínum að taka drenginn og múra hann inni í borgarfangelsinu; þar skyldi hann deyja úr hungri. (Framh.). Munaðarleysinginn, Fyrir nokkrum árum var 4 ára gamall drenghnokki hirtur á götu í Chicagó og fluttur á uppeldisstofnun. Klæðlílill var hann og svangur og átli hvorki foreldra né húsaskjól. — Honum var þvegið vel og vandlega og færður í hrein og ný föt.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.