Unga Ísland - 01.09.1918, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.09.1918, Blaðsíða 8
72 UNGA ÍSLAND Um kvöldið, er há'ttatími var kom- inn, tók stúlka hann og liáltaði og ætlaði að fara að látá liann í laglegt rúm. »Hvað er þetta? Á eg að fara þarna upp í?« sagði drengurinn. »Já«, svaraði hún, »þú ált aö sofa þarna í nólt«. »Nú er eg aiveg hissa«, sagði liann glaður i bragði. Hann hafði ekki ált því að venjast að sofa í rúmi. Þegar stúlkan liafði hagrætt honum í rúm- inu, bauð hún honum góða nótt með kossi. — »Af hverju gerirðu þetla?« spurði drengurinn. — »Mér þykir vænt um þig«, svaráði stúlkan. Síðar sagðist stúlkunni svo frá, áð í heila viku hefði drengurinn komið til sin oft á liverjum degi og sagt: »Þykir þér vænl um mig núna?« Þegar Tom, svo hét drengurinn, hafði dvalið á barnahælinu um liríð, kom þangað eitt sinn hefðarkona og óskaði að fá efnilegt barn lil upp- fósturs, lielst dreng. Þá var Tom sóltur. Frúin spurði hann, hvort hann vildi eiga heima hjá sér. Tom svar- aði fáu. Þá tók hún að segja hon- um, að hún skyldi gefa lionum alls- konaf leikföng og taldi þau upp, en hanti svaraði henni :engu, en sagði: »Viltu láta þér þykja vænt uni mig?« Smávegis. Arabisk spakmæli. Maður, sem ekkert veit og veit ekki, að hann veit ekkert — hann er heimskur; sneiddu hjá honum. Maður, sem ekkert veit, en veit, að hann veit ekkert — hann er viljalaus; kenn honum. Maður, sem mikið veit, en veit það ekki — hánn er sofandi; vek hann Maður, sem mikið veit, og veit það — hann er vitur; fylg lionum. Fyrstu frímerki. Á fyrstu póstfrímerkjum, sem út voru gefin á Englandi, var mynd af ungum pilti á hestbaki. Hesturinn var á fullri ferð og drengurinn þeytli lúður. Mjmd þessi var líking af sendi- boðum Assýríu og Persakonungs á fyrri öldum. Þegar skörp dagleið var á milli hraðboðastöðva, en hraðboð- arnir voru ætíð ungir menn. I kaupeDda UN&A ÍSLANDS. Með þessu blaði er þeim kaup- endum blaðsins, sem slaðið liafa skil á andvirði þess, sendar myndir af Lúler og Guðmundi Guðmunds- syni skáldi. Myndamótí af Þorsteini Erlingssyni var ekki unt að fá að þessu sinni. Frá útlöndum er enginn kostur að fá myndamót nú. Þess vegna eru þessar myndir minni en ætlast var til, hefði myndamót feng- ist frá útlöndum. Þeirn, sem ekki hafa greitt and- viröi blaðsins, veröa sendar mynd- irnar þegar þeir hafa gert skil á andvirðinu. Útgef. Útgetendur: Stelngr. Árason. Jörnndur Brynjólfssou. Prentimiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.