Unga Ísland - 01.12.1918, Page 5

Unga Ísland - 01.12.1918, Page 5
t UNGA ÍSLAND 93 Pegar messan var úti og hópurinn gekk út um sáluhliðið, þá sáu menn hvar lítið barn sat á steini og svaf. Það var i hvitnm línklæðum og ber- fætt, þrátt fyrir kuldann. Ekki var það þó betlari, því að fötin voru hrein og heil. Hjá því lá öxi, horn- mælir, hringmælir og önnur trésmiða- áhöld. Stjörnuskin var, og ljómaði himnesk bliða á litla andlitinu með lokuðu augun. Lokkarnir voru gyltir og mynduðu geislabaug um höfuðið, en sorglegt var að sjá litlu rauðu fæturna bera í desember næðingnum. Skóladrengirnir í hlýju fötunum þrömmuðu kæruleysislega fram hjá ókunna barninu. Höfðingjasonur einn úr borginni leit á umrenninginn, og var svipurinn þrunginn af fyrirlitn- ingu, — fyrirlitningu auðsins fyrir fá- tæktinni, óhófsins fyrir hungrinu. Úlfar litli kom seinastur allra út úr kirkjunni. Hann nam staðar fullur meðaumkvunar frammi fyrir litla yndislega barninu, þar sem það svaf. »Ó«, sagði hann, »vesalingurinn litli berfættur í þessu veðri! Verst af öllu er þó að auminginn hefir engan skó til að leggja til hliðar í kvöld, þegar hann fer að hátta. Ef hann hefði hrept, þótt ekki væri nema tré- skó, þá hefði Krist-barnið gefið hon- um eitthvað í hann til að gleðja hann á jólunum. Hrifinn af meðaumkvun tók Úlfar skóinn af hægri fætinum á sér, og lagði hann framan við litla barnið, og hökti svo sem hraðast hann gat á bólgnu fótunum, og dró togsokk- inn i snjónum heim til föðursystur sinnar. »Ó, Htið á úrþvættið«, sagði sú gamla, fokvond af því að sjá hann koma heim skólausan á öðrum fæti. »Hvað hefir þú gert af skónum þín- um, ómaginn þinn?« Úlfar kunni ekki að skrökva, og þó að angistarhrollur færi um hann af að sjá hárin rísa á nefinu á kerl- ingunni, þá reyndi hann að stama út úr sér afdrifum tréskósins. Gamla konan rak upp voðalegan hlátur. »Og höfðinginn, tekur hann ekki skóna af fótunum á sér og gefur þá betlara, og höktir svo heim á sokkn- um. Þetta er það versta sem eg hefi heyrt lengi. Gott og vel, fyrst svona er lagað, þá ætla eg nú að setja tré- skóinn sem eftir er inn í reykháfinn, og i fyrramálið skal eg hýða þig með því sem Krist-bariiið gefur þér í nótl; og ekki skalt þú fá annað að borða á morgun en vatn og brauð. Eg ætla að sjá hvort þú gefur flæk- ingum skóna af þér næsta dag«. Þessari ræðu fylgdu nokkrir snopp- ungar, eftir það klifraði Úlfar upp í þak-klefann sinn og háttaði; þar sofn- aði hann úrvinda af harmi á tár- votum koddanum. Um morguninn vakti frostnæðing- urinn og hóstinn gömlu konuna. Hún fór á fætur og brölti ofan stigann til að lífga við eldinn. Þá bar fyrir hana heldur en ekki undrasjón. í reykháfnum voru hrúgur af allskonar leikföngum og stórir pokar fullir af indælustu sætindum, og fráman við þetta alt saman stóð tréskórinn sem Úlfar hafði gefið sofandi barninu, einmitt þar sem kerla hafði ætlað að láta vöndinn. Úlfar kom þjótandi ofan stigann og starði sem þrumu lostinn af undr- un á alla þessa auðlegð. Rétt þegar hann ætlaði að fara að spyrja fóstru sína hvernig á öllu þessu stæði, heyrðist hávaði úti á götunni, köll, hlátrar og ólæti. Gamla konan fór út til að komasl eftir hvað um væri að vera. Allir ná- grannarnir stóðu í þyrpingu við brunninn. Það leyndi sér ekki að

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.