Unga Ísland - 01.12.1918, Side 9
UNGA ÍSLAND
97
»Þegar þú sendir mig með kjólinn
til hennar Rósu, þá fékk hún mér
2 kr., eins og eg átti að fá; svo hljóp
eg af stað frá henni og ætlaði að
flýta mér heim; en á leiðinni varð
mér litið upp í einn búðargluggann,
og sá eg þar myndabók, og hún var
alveg eins og þessi sem hún Elín
gaf mér. Eg hljóp inn í búðina og
spurði búðarstúlkuna hvað bókin
kostaði. Hún sagði að hún kostaði
50 aura. Mér þótli hún svo falleg
að eg gat ekki annað en keypt hana,
og tók 50 aura af þessum 2 kr. Síðan
hljóp eg út úr búðinni með bókina í
jakkavasanum, og tók 1 kr. 50 aura
i hendina, en af ílaustrinu misti eg
50 aura úr hendinni ofan í snjóinn.
Eg fór að leita að þeim, en fann þá
ekki, þess vegna var eg svona lengi.
Nú sé eg það, elsku mamma mín!
hvað eg var slæmur strákar, að taka
það sem eg átti ekkert i, en eg skal
aldrei gera það oftar, og eg skal aldrei
skrökva að þér oftar. Mér hefir aldrei
liðið eins illa eins og síðan eg gerði
þetta, en eg lofa þér því nú að gera
það aldrei oftar, og það ætla eg að
biðja Guð að hjálpa mér til að efna.
Getur þú nú fyrirgefið mér þetta,
elsku mamma mín góða?« — Hann
grúfði sig upp að brjósti hennar og
grét sárt.
»Hættu nú að gráta, elsku barnið
mitt! Eg er búin að fyrirgefa þér þetta.
Þú hefir altaf verið svo góður drengur.
Farðu nú að leika þér að dótinu þínu,
eins og hún Lilja, því nú eru blessuð
jólin komin, sem þú hefir svo lengi
hlakkað til, og þú veist að það er
mesta hátíð barnanna ; þú hefir lesið
um það i bibliusögunum þínum, hvað
skeði á jólunum«.
Ingvi var nú hættur að gráta; hann
stóð upp og fékk mömmu sinni
krónuna sem eftir var.
Lilja kom nú með kertin og spilin,
og sælgætið sem hún hafði keypt, og
gaf þeim.
»Hérna er 1 kr. 25 aurar handa
þér, mamma mín!« mælti Lilja; »hún
Elín gaf mér 2 kr. þegar eg fór með
kjólinn«.
»Eg þakka þér fyrir mig, Lilja
mín!« sagði mamma þeirra. »Eg óska
ykkur, elsku börnin mín, gleðilegra
jóla! Og munið þið nú eftir því að
vera góð og hlýðin börn; munið eftir
barninu sem fæddist á jólanóttina, og
sem lét líf sitt á krossinum fyrir
syndir mannanna. Reynið þið að feta
í fótspor hans, þvi hann var mestur
allra.
J. V. G. — Keílavík.
Heræfingar.
Á myndinni á næstu síðu eru her-
menn að heræfingum.
Áður en þeir eru sendir til víga,
eru þeir nokkrar vikur á undan að
æfingum. Eru þeir látnir þreyta ýms-
ar þrautir, sem búist er við að þeim
kunni að mæta i ófriðnum, svo sem
klifra yfir háar girðingar, stökkva
yfir djúpa og breiða skurði, fara yfir
vírgirðingar o. s. frv.
í liðug fjögur ár undanfarið hefir
heimsstyrjöldin staðið. Nú loksins er
hún á enda kljáð, vonandi fyrir fult
og alt. Þegar ófriðurinn byrjaði 1914
voru margar miljónir ungra og efni-
legra manna kvaddir til vopna og
sendir fram til víga; i stað þeirra
sem féllu og til þess að auka her-
þróttinn sendu þjóðirnar fleiri og fleiri
til vigvallarins. Eftir þvi sem ung-
mennin komust á legg, voru þau send
út í hildarleikinn ægilega.