Unga Ísland - 01.12.1918, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.12.1918, Blaðsíða 10
UXGA ÍSLAND 98 Á þessum fjórum slriðsárum hafa fallið margar miljónir manna á víg- vellinum. IJað vita menn með vissu, og hafa nokkra tölu á. En hve marg- ir hafa dáið af aíleiðingum ófriðarins í ófriðarlöndunum? Það er mönnum ókunnugt um. Þessi ófriður hefir lagt margt efnilegt ungmennið í grö'fina löngu fyrir límann, sem márgt og mikið gott hcfði getað unnið, ef hon- um hefði endst aidur til. Margt hryðjuverkið hefir verið framið í slríðs-æðinu, margt nylsemdarverkið verið eyðilagt. Bvggingar stórar og smáar, fagrar jafnt sem ófagrar, jafn- aðar við jörðu, þar sem við var komið og ælla mátti að óvinunum væri mikið tjón að. Þessi ófriðarár hafa legið eins pg marlröd á öllum, hvort sem þeir hafa verið þátllakendur í ófriðnum eða ekki, þó eðlilega að tillinnanleg- asl liafi ástandið verið i ófriðarlönd- unum sjálfum. Sem betur fer er nú þessum ægilega hildarleik lokið. Von- andi síðasta stríðið sem mennirnir liá. .Sérstakt lilefni er til að gleðjast yfir því á þessum jólum, að ófriðin- um er lokið, og það munu allar þjóðir gera, hvort sem þær liafa ver- ið þálltakandi í ófriðinum eða ekki. Hælt er nú við, að fyrir nrörgum sé svo ástatt, að skugga bregði á jóla- gleðina, skugga' sem ófriðurinnuhefir skapað, en eigi að siður munu allir gleðjast yfir þvi að slriðið er á énda kljáð, og vona að nú verði ekki meira að gert. Vér íslendingar höfum mikla ástæðu til að gleðjast yfir að ófriðinum er lokið, og niegum lofa skaparann fyrir handleiðslu hans á oss. Þökkum Guði fyrir vernd hans á liðna tímanum, og biðjum hann að vera með oss á komandi tíð. Gleðileg jól! Sólin og Máninn. »Eg vildi að þú vildir setjast«, sagði máninn við sólina. »Eg geri það nú bráðum«, sagði sólin. »En hvers vegna er þessi ógnar flj'tir á þér?« ' »Eg vil fá að sýna ljósið mitt in- dæla«, sagði máninn; »og euginn getur séð mig, meðan þú gerir þessa skjanna birlu«. »Eg held nú sannast að segja«,; sagði sólin, »að fólkinu þyki skjanna- birtan mín, sem þú kallar, betri en

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.