Unga Ísland - 01.12.1918, Page 11

Unga Ísland - 01.12.1918, Page 11
UNGA ÍSLAND 99 glætan þín. Ekki getur þú vermt jörðina og látið laufin spretta, og blómin anda ilmi út í loftið. En það get eg. Þú ert sannarlega einkis nýtur«. Við þessi orð gerðisl máninn þung- brýnn í meira lagi. »Einkis nýtur«, sagði hann. »Eg skemti fólkinu eins vel með silfurlita ljósinu mínu, eins og þú með skjanna birtunni þinni. Og aldrei hefi eg gert nokkrum mein, en það hefir þú gert«. »Það gelur vel verið satt, að þú skemtir fólkinu, og þó að þú gerir ekki skaða, þá gerir þú sannarlega ekki mikið golt. Og ekki litur út fyrir að fólkið kæri sig mikið um ljósið þitt, því ekki horfir það lengi á það, lieldur fer það inn og háttar og lofar þér að skína einum úli. Aldrei gerir það mér þetta«. Við þessi orð syrli aftur yfir mán- anum. »Eg neita því ekki«, sagði hann. »En eg held að þetta breytist, þegar fólkið lærir að vera dálítið skynsam- ára. Eg hefi aldrei getað skilið af hverju það gerir þetta«. »Ha, hæ«, sagði sólin um leið og bún seltist. »Er nú þetla það eina sem þú ekki getur skilið? Hvað ælli annars yrði af ljósinu þínu, vesaling- ur, ef mín nyti ekki við?« Mánann setti hljóðan. Hverju svo sein átli hann að svara? ’ÍÉ#' Hringirnir þrir. Fyrir mörgum öldum bjó maður nokkur í Austurlöndum, sem eitt sinn hafði verið mjög ríkur og notið mik- illar virðingar. Hann var á unga aldri mjög léttúðugur og skemtana- fús og eyddi ot-fjár lil þess konar hluta. Á fáum árum hafði hann eytt öllum eigum sínum, svo þegar hann féll frá átti hann tæpast fyrir úlför sinni. Þrjá sonu átti hann. Ekkert eflirlét hann þeim svo kunnugt væri. Nokkrum dögum eftir fráfall föð- ursjns voru drengirnir kallaðir fyrir kalífann. Hann opnaði erfðaskrá, sem hinn látni hafði gerl. 1 erfða- skránni stóð meðal annars þetla: »Kæru börn! Fegar eg lá banaleg- una var eg að hugsa úm, mér til mikillar sorgar, hve raunalegt það væri, að eg skyldi ekki eftirlála ykk- ur neina fjármuni, þá var það einn dag að mér bárust óvænl gleðitíðindi. Eg hafði lánað manni nokkrum fyrir mörgum árum mikið fé, og þetta fé borgaði hann mér. Þetta fé hefi eg sent liinum rétlláta kalífa til geymslu fyrir ykkur, synir mínir! Nú fyrst get eg sagt ykkur leyndar- mál, er fyrir ykkur hefir verið hulið. Einn ykkar er sonur minn, en tvo ykkar hefi eg alið upp eins og þið væruð börnin mín. Mér þykir jafn vænt um ykkur alla, og þess vegna kysi eg helst að þið bæruð jafnt frá borði frá mér allir. Nú mæla Jands- lög svo fyrir, að börn skuli erfa for- eldra sína. Þess vegna liefi eg ekki vald til þess að skifta með ykkur þessu fé, þó eg gjarnan vildi. Eg fel þess vegna forsjóninni á vald að ákveða hver skuli njóta fjárins. Ka- lífinn mun gefa ykkur sinn gullhring- inn hverjum, allir eru þeir eins út- lils; það voru einu skrautgripirnir er eg átti orðið. Eigið þessa hringi til minningar um mig, og farið svo af stað út í víða veröld. Að þrem árum liðnum skuluð þið koma til kalífans, hann mun þá af visku sinni sjá hver ykkar er sonur minn, og þá mun liann fá féð«.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.