Unga Ísland - 01.12.1918, Síða 13

Unga Ísland - 01.12.1918, Síða 13
UNGA ÍSLAND 101 og búið var að búa um það, og þau búin að fá sér sælgæti, fóru þau út úr búðinni, og þá kom ætíð það sama fyrir í hvert sinn sem maður opnaði dyrnar til þess að fara. »Komdu fljótt aftur, vinur minn! komdu fljótt aftur!« sagði páfagaukurinn. Ásgerður lauk aldrei upp búðar- gluggunum, en ferskt loft félck hún í gegnum op á einni rúðunni, er hún bafði draglok fyrir. Um þetta op skaust páfagaukurinn dag einn út í garðinn. fað var um haust. Kalt var í veðri og vafasamt hvað hefir kom- honum til að fara út. Þar voru engir frumskógar með fögrum trjám, eins og hann áttí að venjast í heim- kynni sinu, að eins voru ofurlitlir runnar hér og þar og smá-kjarr, og fult af köttum, er læddust innan um kjarrið og sátu um bráð síná. Páfagaukurinn settist á eitt tréð og talaði við sjálfan sig, en þegar minst varði sá hann hvar költur kom og beddist að trénu og litlu síðar annar, °g svo fleiri og fleiri. Allir litu þeir ú páfagaukinn með grimdaraugum. ^áfagauknum leist nú ekki á blikuna °g flaug út á götuna. En einmitt þarna voru drengirnir úr nágrenninu að leika sér. Peir komu auga á páfagaukinn ®g kölluðu: »Páfagaukurinn hennar Asgerðar er úti á götu«. Köll drengj- anna bergmáluðu um grendina og pafagaukurinn varð hræddur og flaug ut á engi, þangað sem engir kettir v°ru, langt i burtu frá frú Ásgerði. páfagaukinn langaði heim. í Ijósaskiftunum ílaug hann svo heim á aftur og færði sig nær húsunum. °nlaus og utan við sig settist hann a bekk í kyrlátri götu. Svo kynlega v’idi til, að einmitt í þessu settist ugregluþjónn bæjarins á bekkinn. ett í því ag hann settist heyrði ann sagt með skrækum rómi: »0, Jæja, vlnur minn! Mér líður nú hálf- illa!« — Aldrei hafði verið ráðist að baki lögregluþjónsins í þessum bæ. Að eins slöku sinnum sendi einstaka óróa- seggur honum snjóbolta. Honum varð því mikið um það, er hann var ávarp- aður svona hvatvíslega. Lögreglu- þjónninn rauk á fætur og tók páfa- gaukinn og Iabbaði með hann á lög- reglustöðina. En þegar lögregluþjónn- inn kom inn í ljósið varð páfagauk- urinn hræddur. »Hvaða snáði er þétta?« spurði lögreglustjóri. »Eg tók hann hér á götu. Hann er einn af þessum ílökkukindum«, sagði lögregluþjónninn brosandi. »Veistu ekki hver á hann?« »Nei, herra«, mælti lögregluþjónn- inn. y »Þá verðum við að yfirlieyra hann«, sagði lögreglustjóri. Og eins og hann- var vanur, þegar hann yfirheyrði af- brotamenn og umrenninga, gekk hann alveg að »umrenningnum«, horfði í augu honum og hrópaði þrumandi röddu: »Segðu undir eins hvaðan þú erl!« — Páfagaukurinn varð alveg utan við sig af hræðslu, baðaði vængj- unum og skrækli: »Frú Ásgerður, frú Ásgerður!« »Alt þetta tók fljótt enda«, mælti lögreglustjóri; »það segja ekki allir svona fljólt til sin. En hver er frú Ásgerður?« »Ó, það er eg,. hr. lögreglustjóri«, sagði frú Ásgerður, sem rétt í þessu kom í dyrnar. Hún hafði hlaupið hús úr húsi til þess að spyrja um páfagaukinn, og loks verið ráðlagt að fara á lögreglustöðina og spyrj- ast fyrir um hann þar. Hún varð ákaflega glöð er hún fann páfagauk- inn sinn. Hún þakkaði lögregluþjón- inum innilega fyrir fundinn og greiddi honum jafnvel fundarlaun. Páfagaukurinn tók þarna slrax gleði sína, og þegar lögreglustjórinn fór,

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.