Unga Ísland - 01.06.1919, Side 1

Unga Ísland - 01.06.1919, Side 1
jftíiínhabtiu) i ' d 6. blað. Reykjavík, júní 1919. 15. ár. Amma min. Amma mín var orðin gömul, grá- hærð og hrukkólt fyrst þegar jeg man eftir henni. En mjer þótti hún samt falleg. Ef einhver hefði sagt að amma væri ljót, mundi jeg hafa reiðst stór- um. Mjer þótti nógu ilt, ef jeg heyrði vinnufólkið kalla hana kerlingu. Jeg minnist ömmu ælíð með þakk- látum huga, þegar jeg hugsa um bernskuár mín. Jeg var elst af mörg- um systkinum, og varð því brátt að fara burtu úr rúminu frá mömmu minni. Þá tók amma mig til sin, og svaf jeg síðan hjá henni meðan hún lifði. Jeg varð líka uppáhalds-barnið liennar, og ijet hún það sjást í ýmsu. Hún átti tvo ljereftsklúta, og var annar rauður með svörtum rósum, en hinn hvítur og rósirnar gráar. Þegar við systurnar fóruin til kirkju, Ijeði amma okkur klútana á höfuðið. Var þá jafnan sjálfsagt að jeg fengi rauða klúlinn, og þótli mjer það upphefð mikil. Ömmu fanst mest lil um rauða litinn, eins og flestu gömlu fólki, og jeg var auðvitað á sama máli. Hefði jeg víst helst viljað hafa klútinn í kirkjuna, en þar sagði mamma að jeg ætti að vera ber- höfðuð. Klútinn ætti jeg að eins að hafa á leiðinni. Amma átti fjóra hnifa, og sóttum við systkinin allmjög eftir að fá þá að láni. Notaði hún þá sem verð- laun, er við vorum þæg og hlýðin henni. Vissum við systkin það, og höguðum okkur eftir því, er við báð- um um hnífana. »Nýi hnífurinn« var hæstu verðlaun. Það var fallegur sjálfskeiðingur með hvítum kinnum. Ef samviskan var góð, þá báðum við ömmu um hann, og fengum hann víst oftast. Næst var »köflótti hnífur- inn«. Það var líka sjálfskeiðingur, og veit jeg aldrei hvers vegna hann fjekk þetta nafn. Er mjer þó sagt að jeg hafi skírt hann sjálf, en þá hefi jeg víst ekkert vitað hvað orðið »köfl- óttur« þýddi í daglegu máli. Amma var talsvert fúsari á að lána hann en nýja hnífinn, og notaði jeg mjer það hiklaust. Hinir hnifarnir tveir voru trjeskeftir tálguhnífar, er við systkinin nefndum »redda«. Þá gát- um við oftast fengið, ef við höfðum ekki verið mjög óþæg. Því miður kom það fyrir að við vorutn óþekk ömmu. Samt vona jeg að það hafi ekki verið mjög oft, eða af illu sprottið. Marga stund skemti jeg mjer við

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.