Unga Ísland - 01.09.1919, Síða 2
66
UNGA ÍSLAND
»Það var fyrir hundrað og átta
árum síðun«, sagði Maria.
»0, það er ekki svo langt síðan,
það eru ekki nema sjö ár síðan«,
sagði Doddi.
»Hvað áttu við, Doddi«, sagði
kennarinn og hvesti á hann augun,
»þú ert ókurteis að grípa fram i; en
hvað meinarðu með því að það séu
ekki nema sjö ár siðan?«
»Afmælið mitt«, stamaði Doddi.
»Eg er ekki hundrað og neilt, eg er
bara sjö ára«.
»Komdu hérna, vinur minn«, sagði
María kennari blíðlega og rétti fram
hendina. »Komdu, litli vinur. Eg
óska þér hjartanlega til hamingju!
En — en eg var að tala um fæðingu
Jóns Sigurðssonar«.
Veslings Doddi. María benti hin-
um börnunum að hlæja ekki, með
því að hrista höfuðið til þeirra yfir
öxlina á Dodda, þar sem liann sat í
kjöltu hennar. En eg er hræddur um
að börnin hafi átt ilt með að stilla
sig. Þau hlógu dátt, öll neina Jón;
hann var að virða Jörund fyrir sér
þar sem hann lagði af sér konungs-
skrnðann og fór í skinnstakkinn, og
var því í of döprum liugleiðingum
til þess að geta hlegið með hinum
börnunum.
&
Strákurinn í gæsaregginu,
(Nl.)
í þessu bili drapst eldurinn, svo
þeir sáu ekki á spilin.
»Nú verðum við að kurla i eldinn«,
sagði strákur og hjó öxinni í furu-
kylfuna. Rak hann síðan lleyginn í
rifuna, en kylfan vildi ekki klofna,
hvernig sem strákur streittist við.
»Það er sagt, að þú sjert sterkur,
komdu nú og sýndu það«, sagði
Stráksi við Kölska. »Spýttu í lófann
og rífðu svo kylfuna sundur með
klónum«.
Kölski kom og stakk krumlunum í
rifuna, en þá sló Stráksi fleyginn úr
svo Kölski varð fastur. Ljet Stráksi
síðan axarskallann dynja á baki
Kölska, en hann baðst vægðar. Stráksi
var lengi tregur, en lofaði Kölska þó
lausn, ef hann gerði engum framar
mein, sem í höllina kæmi. Einnig
varð hann að lofa að leggja brú yfir
mjóddina, og átti hún að vera full-
gjör þegar ísinn leysti af ánni.
»Harður er sá, sem á eftir rekur«,
sagði Iíölski. En þar sem ekki var
annars úrkostur lofaði hann þessu.
En endilega vildi hann fá fyrstu sál-
ina, sem færi yfir brúna; það átti að
vera brúargjald. Stráksi lofaði því.
Slefti hann síðan Kölska, sem flýtti
sjer heim. En Stráksi sofnaði og svaf
fram á bjartan dag.
Þegar kongur kom til þess að vita
hvort Stráksi væri tættur i smá parta
eða stór stykki, þá varð hann að
vaða í peningum áður en hann
komst að rúminu. Peningar lágu í
pokum og hrúgum alstaðar. En í
rúminu lá Stráksi og hraut.
»Guð hjálpi henni dóttur minni og
mjer«, sagði kongur. Alt var vel gjört,
sem búið var, en ekki var að nefna
brúðkaup, fyr en brúin væri fullgerð.
Einn góðan veðurdag var brúin
komin á og Kölski stóð á henni miðri
og beið eftir brúartollinum, sem hann
átti að fá.
Strákur vildi fá konginn til að
reyna brúna, en það þorði hann ekki
fyrir sitt líf. Þá settist Stráksi sjálfur
á hestbak, tók selstúlku kongsins,
sem var mjög feit og digur. og setti
hana á hnakknefið fyrir framan sig.
Var þá því likast, sem hann reiddi
furukylfu. Reið hann síðan brúna á
spretti svo dundi undir.