Unga Ísland - 01.11.1919, Side 1

Unga Ísland - 01.11.1919, Side 1
Gull. Jeg ætla að segja ykkur dálitla sögu, börnin góð. En jeg segi ykkur liana í mesta trúnaði og bið ykkur að hafa lágt um hana, þvi að mjer er ekki um að láta flónsku mína frjett- ast út. Sagan er um það, þegar jeg fann gullið. Jeg var níu ára og dæmalaus ketl- ingur að vexti — stóð hvorki aftur eða fram úr hnefa. En jeg þóttist nú töluverður maður fyrir því, og hafði stundum við orð, að jeg ætlaði að verða ríkur stórbokki, helst kaup- maður í Reykjavík, því að það var sú mesta tign, sem jeg hafði heyrt nefnda. Og það vissi jeg að kaup- menn höfðu gráfíkjur og brjóstsykur eins og þeir vildu, algerlega ókeypis. það eru hlunnindi sem segja sex! Jeg hafði þann starfa heima, að reka frá túninu á kvöldin. Mjer þótti það góð atvinna, en orð hafði jeg yrir að vera fremur seinn í þeim örum. Mér var þó venjulega fyrir- gefið seinlætið, því að jeg kom oft- s t heim með vetlingana fulla af eggjum, og eitthvað i húfunni líka, þegar best Ijet í ári. — Aldrei tók jeg þó meira en helming úr nokkru hreiðri, er jeg fann. — Pað var eitt kvöld um Jónsmessu- leytið, að mér gekk óvenjuvel heim- anrekslurinn. Jeg þóttist því mega við að taka mér dálítinn krók, og stefndi suður og upp á Víðihöll, er eg hafði skilið við fjeð í Seltanganum. Jegbenti fram yflr Víðimóana með hægri hendi, og sagði i hvíslandi skipunarrómi: »Leitaðu, leitaðu!« Laufi gamli vissi hvað það þýddi, sperti eyrun, nasaði í allar áttir og hljóp af slað. Eg fylgdi honum trúlega eftir, og gætti í skorningana, þar sem honum dvald- ist. — Það var nefnilega hann, sem fann öll eggin, þó að jeg hefði heið- urinn, er heim kom. Vetlingarnir fyltust brátt af eggjum og vasar mínir af liagalögðum. Laufi gamli fjekk kjass við hvert hreiður, og báðir vorum við í sjöunda himni. Laufi dinglaði skottinu — sem raunar var ekki nema örlítill dindill — og þefaði í hvern skorning. Jeg Iabbaði á eftir, með báða vetlingana úttroðna, í annari hendinni, húfuna í hinni og kollinn fullan af heilabrotum um kaupmensku í Reykjavík, brjóstsykur og auðæfi. Loks hælli jeg leitinni og sneri heim á leið. Veðrið var svo gott, sem frekast má verða. Blæjalogn og sól- skinið yndishlýtt, en óvenju-rauðleitt,

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.