Unga Ísland - 01.11.1919, Side 3

Unga Ísland - 01.11.1919, Side 3
UNGA ISLAND 83 Jeg gekk heim á leið við hlið hans, þegjandi og álútur. Gamli maðurinn hjelt áfram: »Lifið er fult af gyltri járnbrá, sem unglingarnir glæpast á og halda að sje gull. Sá einn verður mikill mað- ur, sem þekkir hana og kann að varast hana. Pegar þér vex fiskur um hrygg, Alli minn, muntu mæta allskonar hjegóma og vondum venj- um í gyltu gerfi. Mundu þá eftir járn- bránni þinni og því, hvernig hún reyndist. Góða nótt!« Aðalst. Sigmundsson. Jólin hennar Laugu. Eftir L. M. Alcott. Borðhaldið var ekki ríkmannlegt, en gleði og hamingju skorti þar ekki, því að ástin, hjálpfýsin og ánægjan voru þar borðgestir. Jólin voru hér mun unaðslegri en í stóra húsinu, þar sem ljósin skinu, eldurinn log- aði á arninum, stóra jólatrjeð ljóm- aði, söngurinn ómaði og börnin ljeku sjer og dönsuðu. »Við verðum að fara snemma að hátta,« sagði mamma Laugu. »Við höfum ekki eldivið nema rjett til morgundagsins. Daginn þar á eftir fæ jeg kaupið mitt, og þá getum við fengið meira í eldinn.« »Bara að litli fuglinn væri álfafugl og gæti gefið okkur þrjár óskir; ó, hvað það væri gaman. þú getur ekki hjálpað okkur, blessaður litli anginn, en það gerir nú ekkert til.« — Lauga horfði á grátitlinginn, hann hafði stungið höfðinu undir vænginn og bærði ekki á sjer. »Eitt getur hann þó gefið okkur,« sagði mamma; »ánægjuna af að hjálpa honum. Þvílík ánægja er eitt af því besta sem lífið á til, og fá- tæklingurinn getur notið hennar eins vel og auðmaðurinn.« — Á meðan mamma sagði þetta, strauk hún hárið á Laugu með mögru og þreytulegu hendinni. »Hvað var þetta?« sagði Lauga alt í einu og benti út í gluggann, og tal- aði í hálfum hljóðum. »Jeg sá manns- andlit, hann horfði inn til okkar. Hann livarf aftur, en jeg sá hann áreiðanlega.« »Einhver vegfarandi hefir gengið á Ijósið okkar býst jeg við,« sagði mamma; »jeg skal fara út og vita hvort jeg sje hann.« Þar var enginn. Vindurinn bljes kaldan, og stjörnurnar störðu úr blámanum niður á snjóinn, sem breiddist hvítur yfir hæð og lægð. »Hvernig var andlitið?« sagði móðir Laugu, þegar hún kom inn aftur. »Mjer sýndist það vera fallegt and- lit,« sagði Lauga; »en mjer varð svo ilt við, að jeg gat ekki athugað það vel; jeg vildi að við ættum tjöld fyrir gluggana.« »Jeg vil láta Ijósið okkar skína út á kvöldin,« sagði mamma, »þvi að brautin hjerna er dimm og einmana- leg, og þeim sem fram hjá fara getur verið ánægja að því. Við getum ekki gert mikið fyrir nágrannana okkar, og mjer þykir vænt um að geta kast- að birtu á leið þeirra. Láttu nú skó- garmana þína við eldstæðið, svo að þeir þorni, og svo skulum við fara að hátta.« Lauga tók litla fuglinn með sjer, hún vildi láta hann sofa fast hjá rúminu sínu, svo að honum leiddist ekki. Litla húsið varð hljótt og dimt, og enginn sá jólasveinana þar sem þeir voru að störfum sínum. Á jóladagsmorgun, þegar Lauga

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.