Unga Ísland - 01.11.1919, Page 5

Unga Ísland - 01.11.1919, Page 5
UNGA ÍSLAND 85 Danskir pingmenn. Lauga tók eftir að augun í mömmu hennar voru full af tárum, þar sem hún var að leysa upp böggulinn. Þarna komu upp hlýjar ábreiður, fallegt sjal, nýjir skór, og það sem best var: vetrarhaltur handa Betu. Karfan var full af alskonar góðgæti. Ofan. á blómunum lá blað með þess- um orðum: »Þetta er handa litlu stúlkunni, sem elskar náunga sinn eins og sjálfa sig.« »Mamma, jeg held áreiðanlega að litli fuglinn okkar sje álfafugl, og að allir þessir ljómandi hlutir haíi komið frá honum,« sagði Lauga og bæði hló og grjet af gleði. Það leit líka svo út, því að ekki hafði liún slept orðinu, þegar grá- titlingurinn flaug upp og setlist á blómin, og söng og skríkti af öllum kröftum. Sólin skein inn á blómin og fuglinn, og litlu glöðu stúlkuna, og enginn sá skuggann sem hvarf frá glugganum. Engan grunaði, að ríki Jón hefði sjeð litlu stúlkuna kvöldið áður og heyrt til hennar. En fátæku nágrannarnir höfðu kent ríku nágrönnunum. Og litli fuglinn var sannarlega álfa- fuglinn hennar Laugu, því að með ást og blíðu, sem liún sýndi hjálparleys- ingjanum, vann hún sjer ást annara, og velgerðamanninum ókunna ham- ingju og gleði, sem fylgir góðverk- unum. Fuglinn var henni tryggur og söng fyrir hana allan veturinn. S. A.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.