Unga Ísland - 01.11.1919, Side 7
UNGA ISLAND
87
pósti öllum skilvísum kaupendum,
annars sendum við hið fyrsta annan
kaupbætir, sem að engu mun standa
hinum að baki.
* ■>
Fiðrildið sem stappaði.
Eftir Rudijard Kipling.
Fiðrildið var nærri eins hrælt eins
og kona hans.
Salómon konungur valt um af
hlátri. Þegar hann var búinn að ná
andanum eftir hláturinn, hvislaði
hann að fiðrildinu: »Stappaðu litli
bróðir, og gefðu mjer aftur höllina
mína, galdrakarlinn þinn.
»Jæja, góða mín«, sagði fiðrildið
og reyndi að halda jafnvæginu, »þarna
getur þú nú sjeð hvað leitt hefir af
nöldrinu í þjer. Þetta auðvitað hefir
engin áhrif á mig, eg er nú svo
vanur við að sjá annað eins. — En
til þess að geðjast þjer og Salómoni
konungi, þá get eg nú gjarnan fært
þetta aftur í lag«.
Svo stappaði hann aflur og drek-
arnir komu fljúgandi með höllina og
tyltu henni niður svo að hvergi sást
misfella.
Nú kvað við ógurlegur liávaði.
Drotningarnar níu hundruð níulíu og
níu runnu út úr höllinni og æptu og
kölluðu á börnin sín. þær þutu nið-
ur marmaralröppurnar undir gos-
brunninum. Hundrað í brjósti fylk-
ingar. Balkis hin vitra drotning gekk
fram tígulega og ávarpaði þær:
»Drolningar! hvaða ósköp ganga á?«
Þær stóðu á marmaralröppunum
hundrað í brjóstfylkingu og æptu:
»Hvaða ósköp ganga á?; við sáturn
inni í gyltu höllinni í ró og friði
eins við erum vanar, þá hverfur
höllin alt í einu með þrumum og
eldingum og við sitjum eftir í koi-
svarta myrkrinu innan um skrímsli
og flugdreka sem rótast um i kring-
um okkur. Hvað er um að vera? Ó,
æðsta drotning. Við erum óskaplega
hræddar af þessum ósköpum, því
þetta voru óskapleg ósköp og ólík
öllum öðrum ósköpum sem við höf-
um nokkurn tíma þekt«.
Þá tók til máls Balkis hin fagra,
sú er Salómon konungur elskaði.
Drolningin af Sheba og Sabía og
Gullfljótum suðursins — alt frá eyði-
mörkinni Zinn og að tindum Zim-
balo. Balkis sem var næstum því
eins vitur og Salómon konungur
sjálfur. »Drotningar«! sagði hún.
»Þetta er ekki nema smáræði. Fiðr-
ildi eitt hefir kvartað um að konan
hans gerði honum súrt lifið með
rifrildi. Og Salómoni, konungi vor-
um, hefir þóknast að kenna henni að
tala með auðmýkt og liæversku, því
að það er álitin dygð meðal fiðrilda
kvenna«.
Pá tók til orða drotningin af
Egyptalandi, dóttir Faraós og sagði:
»það er ómögulegt að höllin okkar
hafi verið rifin upp með rótum eins
og gulrófa bara vegna lítils skor-
kvikindis. Nei, Salómon konungur
hlýtur að vera dauður, og jörðin
liefir skolfið svona við tíðindin«.
Balkis benti þessari freku drotn-
ingu án þess einu sinni að líta á
hana. »Komið þið allar með mér«,
sagði hún.
Þær gengu allar niður marmaraþrep-
in, hundrað i fyrir. Þegar þær komu
að kamfórutrjenu, þá sat Salómon
hinn vitri konungur þar ennþá með
silt fiðrildið á hverri hönd og reri
fram og aftur. Þær heyrðu greinilega
að bann sagði: »Ó, þú kona bróður
míns í loftinu. Mundu frá þessari
stundu að vera manni þínum geðfeld
í öllu svo að þú ekki reitir hann til