Unga Ísland - 01.03.1922, Page 1

Unga Ísland - 01.03.1922, Page 1
3. blað. Reykjavík, mars 1922. 17. ár. Drengur: Viltu segja mjer, saumakona, hvernig þú gast búið til blússuna svona? Saumakona: Jeg fór í búðina og keypti klæði af kaupmanni er selur allslags gæði og sneið í skyndi með skærum mínum og skeylti saman með þræði finum. Drengur: Segðu mjer, kaupmaður, segðu mjer hvaðan fjekstu klæðið, sem keypt var af þjer? Kaupmaður: Vinur, það var ofið af verklægnum snáðum úr voðfeldum, smáum ullarþráðum. Þeir vefa þá saman i vefjarstólum og veifa slagborði og skjóta spólum. Drengur: Hvaðan fjekstu, vefari, vinur minn, voðfelda þráðinn i stólinn þinn? Vefari: Sá þráður, vinur, úr ull var unninn, ullin var kembd og síðan spunnin á snældu, er suðar og snýr sjer hraðan; bún sneri þráðinn; jeg fjekk hann þaðan. Drengur: En þú, sem ert sífelt sveitt að vinna, segðu mjer hvar þú fjekst ull að spinna. Spunakona: Iiún óx á sauðnum hans Sigga smala; svo var hún klipt og þvætt í bala, og þurkuð og troðin í sekk, sem sendur var seinast í mínar eigin hendur. Drengur: Jeg þakka ykkur kærlega öllum sem unnuð, ófuð og saumuðuð, kembduð, spunnuð; en langmest þakka’ eg þjer liðveislu þína, sem lagðir til reifið í blússuna mína. S. A. þýddi.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.