Unga Ísland - 01.03.1922, Page 8
24
UNGA ÍSLAND
Uppruni kvikmynda. Skrítlur.
Silfurpeningur einn varð til þess, að
gefa fyrstu hugmyndina um kvikmynda-
sýningar.
J. Herschel lávarður spurði vin sinn
Ch. Dabbage hvort liann gæti sýnt báðar
hliðar á shilling i einu. Dabbage hjelt
peningnum fyrir framan spegil. Lávarður
var ekki ánægður með þetta. Hann
skoppaði peningnum á borði og sagði:
»Ef þú hefir augun á hæð við pening-
inn, þá sjer þú báðar hliðar hans í
einu«.
Dabbage fanst svo mikið um þetta,
að hann sagði vini sinum Dr. Fitton
frá því. Hann bjó óðara til dálítið sýn-
ishorn. Pað var kringlótt spjald úr slýfu
brjefi. Öðru meginn var málaður á það
fugl, en fuglsbúr hinum megin. Spjaldið
var hengt upp lóðrjelt, og þegar því var
snúið hart eins og skerborði, sýndist
fuglinn vera í búrinu. Þetta leiddi af
sjer þá uppgötvun, að augað sjer hlut-
inn part af sekúndu, eftir að hann er
tekinn burt. Nú var tekinn hólkur úr
brjefi. Dálitlar dyr voru skornar á hann
alt í kring. Innan við þær voru látnar
myndir af mönnum sem voru að dansa,
þegar þessu áhaldi var svo snúið með
mátulegum hraða, þá sveik þetta augað
svo, að alt rann saman og mennirnir
virtust allir vera á hreyfingu.
Árið 1872 bjó Edvard Muybridge
(frb. mæbrids) til reglulegar kvikmynd-
ir. Hann tók ljósmyndir af mönnum og
dýrum með vissu millibili, til þess að
geta sýnt alt í eðlilegum hreyfingum.
5. A.
í smáþorpi einu á Pýskalandi var annar
lielmingur ibúannal[kaþólskur en hinn lút-
herskur. Lar þjónaöi prestur einn, sem var
sann-kaþólskur af lífi og sál.
Sunnudag einn var liann 'óvenju liarö-
orður um lútherskuna. I’ullvissaði hann
áheyrendur sína um, aö,7enginn lútherskur
maður mundi hljóta eilifa sælu. Til frekari
áherslu þessu lamdi hann linefanum í prje-
dikunarstólinn, svo að rykið þyrlaðist upp
og bænabókin hans datt niður, og mælti:
»Hljóti nokkur lútherskur maður eilífa
sælu, þá má hinn vondi eiga mig eins og
jeg stend hjerna núna«.
Bænabókin fjell niður á bekkinn undir
prjedikunarstólnum,?[en þar sat greifi einn
með svörtum þjóni sínum. Skipaöi greifinn
svertingjanum að færa presti bókina.
Prestur heyrði að komið var upp tröpp-
urnar, sem lágu upp i prjedikunarstólinn.
Leit hann þá við og sá — sjer til mikillar
skelfingar — svarta veru nálgast. Kom hon-
um þá í hug, hversu fast hann hefði kveðið
að orði, og taldi víst, að þarna væri sá
gamli kominn að’sækja hann. Sneri hann
þvi við blaðinu og sagði við söfnuðinn:
»Getur verið að einhverjir þeirra lút-
hcrsku verði hólpnir«.
Svertinginn hjelt áfram jupp tröppurnar,
og prestur kallaði i aukinni hræðslu:
»Margir, margir þeirra verða sælir«.
Svertinginn var kominn í efsta þrepið,
og rjetti út höndina til þess að skila bók-
inni. Presturinn svitnaöi af hræðslu og æpti
í dauðans ofboði:
»Allir, allir verða þeir sælir.°. Lútherstrú-
armenn eru miklu betri en við«.
Svertinginn lagði frá sjer bókina og fór.
A. S. þýddi.
Utanáskrift blaðsins (ritstj. og afgreiðslu-
manns) er: Unga ísland, Box 327, Reykjavík
— Afgreiðsla iijú 'Gnðgeiri Jóussyni Hverfis-
götu 84. — verð kr. 2,50.
Prentsmiðjan Gutcnberg,