Unga Ísland - 01.10.1927, Side 2

Unga Ísland - 01.10.1927, Side 2
74 UNGA ÍSLAND 7000 mílur í bíl. Erindi eftir Steingr. Arason varpað út í Réykjavík í okt. Jeg' hei'i verið beðinn að segja eitt- hvað af ferðum mínum í kvöld. Auk ferðalags með eimskipum og járnbraut- arlestum, fór jeg nái. 7000 mílur í bíl. Jeg fór hægt yfir og kyntist mörgu fólki, en það er í frásögu færandi, að á þessari 7000 mílna ferð heyrði jeg aldrei ljótt eða óvingjarnlegt orð talað. Margt er mjer minnisstætt úr ferðinni, svo sem náttúrufegurð á Kyrrahafs- strönd og í Klettafjöllunum og víðar, svo og ástúðlegar viðtökur landa minna á fjölmörgum stöðum, en einna minnisstæðastur alls er mjer æskulýð- urinn, unglingarnir, sem jeg kyntist, þar fóru svo víða saman báðar merk- ingarnar í orðinu drengur, sem þýðir bæði mjög ungur maður og mjög góð- ur maður. T. d. kom jeg eitt sinn í stórborg, þar sem jeg þekti engan. Jeg vissi um ýmislegt merkilegt, sem þar var að sjá. Jeg nam staðar og leit eft- ir stað, þar sem jeg gæti skilið bílinn eftir, en óslitin röð bíla var meðfram gangstjettunum báðum megin svo langt sem sjeð varð. Jeg sá hvar drengur kom rakleitt til mín og spurði mig hvers jeg þarfnaðist. Jeg sagði honum það. Hann sagðist vita af góðum stað þar nálæg't, og fylgdi hann mjer þang- áð. Eftir þetta fylgdi hann mjer á alla þá staði, sem jeg vildi sjá. Þegar jeg ætlaði að borga honum fyrir ómakið, þá sagðist hann hvorki vilja peninga nje mega taka þá, hann væri skáti. Þetta atvik og mörg fleiri gáfu mjer skýringu á því, hvers vegna jeg mætti svo mikilli alúð og prúðmensku meðal æskulýðsins, og skýringin var þessi: Þeir eiga svo mikið af ágætum fjelags- skap bæði í borgum og sveitum. T. d. var jeg kunnugur í alþýðuskóla í Los Angeles, kom þar nokkrum sinnum og átti þar íslenska kunningja. Jeg fór um allan skólann, sagði oft frá íslandi og sýndi þaðan myndir. Það, sem setti svip sinn á alt skólalífið, var vinar- hugur, milli allra. Hver, sem tekinn var tali, hafði sögur að segja af því, hve gott væri að vera í skólanum, hve mik- ið hann hafði fram yfir aðra skóla, og hve mikið væri gert fyrir nemendurna. Ivennarar og skólastjóri sögðu, að allur agi væri óþarfur. Einu sinni um vet- urinn snemma hafði verið skrifað með blýant á hvítan vegg. Skólastjóri kvaðst hafa kallað nemendurna inn i sam- komusal skólans og spurt þá ráða. Þeir komu með fjölmargar uppástung- ur, en aldrei þurfti að nota neina þeirra, því að þetta eða þvílíkt kom aldrei fyrir aftur. Jeg spurði skóla- stjóra, hvernig hann hefði farið að koma á þessum góða anda i skólanum. Hann sagði, að nemendurnir hefðu nóg af áhugaríkum störfum við sitt hæfi. Það voru sem sje um 60 fjelög eða „klúbbar“ í skólanum. Þar var gefið út blað á hverjum degi, og unnu nem- endurnir alt að því. Skrifuðu alt í það sjálfir, prentuðu það, bjuggu til mynda- mót, brutu það og seldu. Jeg var stadd- ur i skólanum á Sankti Patreksdag. Þann dag prentuðu þeir blaðið með grænum lit í stað prentsvertu. Þannig vildu þeir tákna að dagurinn væri helg- aður höfuðdýrlingi írlands, „eyjarinn- ar grænu“. í þessum skóla var það ekki skylda, að vera í neinu þessara 1‘jelaga, en hver nemandi var a. m. k. í einu. Landar

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.