Unga Ísland - 01.10.1927, Síða 11
UNGA ÍSLAND
83
að gera neitt. Þú verður bara
að bíða“, sagði kisa. Svo lagði
hún aftur augun og reyndi að
sofna aftur.
„Snotra, Snotra“, sagði Snati.
„Þú mátt ekki sofna. Ó, Snotra.
Jeg hef engan neina þig til að
tala við“.
„Það er ekki til neins fyrir þig
að vera að tala. Þú ert alt of gef-
inn fyrir að hlusta á sjálfan þig.
Jeg hef sagt þjer það oftar en
einu sinni áður“.
„Já, Snotra, það hefur þú gert.
En þú vilt ekki að jeg deyi, viltu
það? Jeg þarf að segja svo margt
við þig. Hvernig heldur þú að
þú getir lifað, þegar jeg er far-
inn?“
Veslings litli hundurinn leit
svo voða sorgmæddur inn i aug-
un á kisu, að hún varð ráða-
laus og vissi ekki hvað hún átti
að segja.
Hún reyndi að hugsa, að hún
yrði bara fegin að losna við
Snata fyrir fult og alt. En hún
\ar ekki viss um það. Þegar luin
var búin að hugsa lengi, fanst
henni, að hún ekki geta lifað
án hans.
Hún vildi nú samt ekki láta
bera á því, að henni þætti vænt
um hann. Og þegar hann spurði
hana aftur hvernig lnin ætlaði
að fara að því að geta lifað, eft-
ir að hann væri farinn, þá sagði
hún: „Ætli jeg fari ékki að, líkt
og jeg er vön, þó að þú sjert
farinn“.
13. Snati og Snotra verða vinir.
En vesalings Snati litli gat
með engu móti þolað þetta. „Ó,
hvað þú ert kaldlynd Snotra.
Heldurðu að þú getir hagað þjer
eins og vant er, þó að jeg sje
farinn? Heldur þú að þú getir
malað og verið ánægð, þó að þú
fáir aldrei að sjá mig framar,
og aldrei að fljúgast á við mig“.
Röddin kal'naði í grátinum. „Ó,
Snotra, þú ert ekki góð við mig“.
Góð við þig. Jeg veit ekki til,
að þú sjert mjög góður við mig
heldur. Þú ert helmingi verri
við mig, en jeg við þig. Þjer þyk-
ir ekki vitund vænt um mig, ekki
fremur en jeg væri hænsni eða
kálfur.
Ekki sætir þú uppi og vektir
yfir mjer, eins og jeg hef gert.
Ekki mikið, ekki einu sinni þó
að jeg hefði brotið tíu lappir“.
„Ö, Snotra, hvernig geturðu
farið að segja þetta?“ andvarp-
aði Snati. „Ó, Snotra, hvernig
geturðu fengið það af þjer, og
það þegar jeg er að deyja?“
„Þó jeg dæi tíu sinnum, þá
væri þjer sama“, sagði kisa. Svo
setti hún löppina fyrir andlitið
og fór að hágráta.
„M-m-m mjer væri ekkert