Unga Ísland - 01.10.1927, Page 12

Unga Ísland - 01.10.1927, Page 12
84 UNGA ÍSLAND sama“, sagði Snati. Jeg er viss um að jeg mundi sjá fjarska mikið eftir þjer“. „Jæja“, sagði Snotra. „Jeg vil ekki vera vond við þig núna, af því að jeg veit að þú ert að deyja“. „Við skulum þá vera vinir“, sagði Snati. „Já, við skulum gera það“, sagði Snotra . Nú sátu þau steinþegjandi. Þau vissu ekki hvernig þau áttu að fara að því að vera vinir. Þau höfðu aldrei verið það og kiinnu það ekki. Þau þögðu, af því að þau vissu ekki hvað þau áttu að segja. 14. Snotra útvegar mat handa Snata. Snotra varð fyrri til að tala. „Hvernig líður þjer núna, Snati?“ sagði hún. „Hvernig lít jeg út?“ sagði hundUrinn. „Þú lítur ekki vel út“, sagði Snotra. „Það er eitthyað í aug- unum á þjer, sem mjer líst ekki á“. „Nú, er það bara í augunum á mjer“, sagði Snati. „Jeg get breytt því. Líttu í augun á rnjer núna, Snotra“. „Já, nú eru þau betri“, sagði Snotra. „Nei, nei“, sagði Snati. „Þau eru ekki nærri því eins björt og i þjer. Það hefur enginn eins björt augu og þú, Snotra“. En mjer líður miklu betur núna, og jeg held, góða Snotra, ef jeg fengi góðan langan dúr og eitthvað gott að borða —“. „ViJtu mús?“ lcallaði Snotra. „Æi, jeg er liræddur um að jeg nmndi missa hana frá mjer. Jeg kann ekki að last við mýs eins og þú, Snotra, ekki einu sinni þó að jeg sje heilbrigður. Mig langar mest í lyjötbita“. „Við skulum sjá, hvað jeg get“, sagði Snotra og fór. Hún var nokkuð lengi burtu. Loksins kom hún aftur með sauð- arlegg í munninum. „Hvað ertu með“, sagði Snati. „Ljómandi fallegan kjötbita", sagði Snotra og fjekk honum bitann. „Vilt þú ekki borða af þessu sjálf, Snotra“, sagði Snati. „Jú, það viJ jeg“, sagði Snotra. * Gamlar og góðar himmur Húsbóndinn: Þetta eru inndælar lunimur. Þær eru alveg eins og þær, sem móðir min Jj.jó til fýrir 20 árum“. Húsfreyja: „Ó, hvað ]>að er gott að Jjjer líka þær“. Húsbóndi (búinn að hita i eina þeirra): „Jeg lield að það sju sömu lummurnar".

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.