Unga Ísland - 01.10.1927, Qupperneq 13
tlNGA ÍSLAN D
85
Hamingjuvegurinn.
Þýtt úr sænsku.
Frh. -----
Þá er Drottinn hafði þetta mælt,
lyfti hann upp tjaldinu, sem huldi
framtíðina, og konan sá hið hulda.
„Hvað sjer þú nú?“ spurði hann.
„Jeg sje dreng, sem á heima i hreysi
nokkru og er uppalinn þar hjá móður
sinni, sem elskar hann svo rnjög, að
hún leyfir honum að hafa sinn vilja
i öllu. Drengurinn verður fullur sjálfs-
elsku og nennir ekkert að gera. Seinna,
þegar hann er kominn yfir fermingar-
aldur, kemst hann í kunningsskap við
slæma unglinga og þarf ekki að vinna
neitt til gagns. Móðir hans grætur, því
allar hennar áminningar eru virtar að
vettugi; en ó!“ — Konan þagnaði og
horfði sorgbitinn á sýn þessa.
„Sjer þú ekki meira?“ spurði Drott-
inn.
„Já, jeg' sje að unglingur þessi fer
að drekka og svalla. Ó! nú er farið
með hann í fangelsið! Og móðir hans
deyr af sorg og örvinglan“.
Ivonan gat ekki horft á meira, hún
skalf af hugarangist, og rjetti fram
hendurnar í bæn til föðurins: „Seg
mjer, hvert er þetta ungmenni, sein
hreytir svo illa?“
„Það er drengurinn þinn“, svaraði
faðirinn, „hefði jeg ekki tekið þig frá
honum, mundi líf hans ha?a orðið eins
og þú nu sást .
Konan svaraði grátandi: „Það var
óbærilegt, en hvernig fer nú fyrir hon-
um, þegar jeg er skilin við?“
„Það mun jeg nú sýna þjer“, syar-
aði faðirinn, um Ieið og hann lyfti upp
öðru tjaldi. „Hvað her nú fyrir augu
þjer?“
„Jeg sje sama drenginn. Hann er
einmana og býr við margar hættur, en
við hlið hans stendur engill og hjálp-
ar honum úr öllum hættum. Hann er
í vist hjá hjónum, sem eru hörð við
hann og láta hann vinna. En neyðin
knýr hann til að leita Drottins. Hann
lærir að vinna og biðja og það verður
að lokum bæði til gagns ög gleði fyr-
ii' hann. — Nú er hann kominn al'
æskuárunum“, bætti konan við, og' var
nú glaðari í bragði. „Hann les Guðs
oi'ð og breytir eftir því. Og' nú er hann
orðinn fulltíða maður, sem er elsk-
aður og virtur af öllum, sem þekkja
hann. Hann á gott heimili og er ham-
ingjusamur".
„Þannig verður æfi drengsins þíns“,
svaraði faðirinn, „og seinnna kemur
hann til þín í mína bústaði. „Skilur
þú nú hvers vegna jeg ljet ykkur
skilja?“
„Já, svaraði konan, og um alla ei-
lífð vil jeg lofa þig og vegsama nafn
þitt fyrir það“.
Nú víkur sögunni til Gunnars litla,
þar sem hann kraup við dánarbeð
mófiur sinnar. Hann grjet, þar til hann
sofnaði. Það var dimt í kofanum. —
Gunnar lá sofandi á gólfinu yfir sig
kominn af þreytu, og hungraður var
hann líka. — Hann vaknaði ekki fyr
en langt var liðið á nóttina. í svefn-
órunum stóð hann á fætur og fór að
strjúka enni móður sinnar. Hann fann
að það var kalt eins og ís. Hann reyndi
að vekja móður sína, en það var ár-
angurslaust, hún svaraði engu, var
hætt að anda og hreyfði ekki svo mik-
ið sem litla fingurinn. Þá varð drengn-
um það Ijóst, að hún væi'i dáin.
#
Frh.