Unga Ísland - 01.03.1933, Side 12
40
UNGA ÍSLAND
Hann gekk út, án þess að borða kvöldverð,
og fram hjá húsunum, þar sem óvinir hans
b'juggu, sem reyndu nú að ná sér niðri á sak-
lausu baminu, og gera því lífið óbærilegt.
Osjálfrátt komu honum þessi orð í hug:
„Syndir feðranna koma niður á börnunum“.
Honum fannst það ranglátt lögmál.
Hann kom að auðum húsum, þar sem öll
starfsemi hafði hætt, vegna bankahrunsins.
„Það voru börn þessara manna, sem höfðu
farið svona með litla nafna lians og rænt úr
hjarta hans ástinni til afa síns.
Niðurlag næst.
Víðar eru börn en á íslandi,
sem eru frædd um aukna hollustuháttu
og aukið heilbrigði.
Rauði Kross Noregs hefir nýlega gef-
ið út bók, sem heitir á norsku ,,Pas vaa
hrlsen“. Þessi bók var gefin öllum skóla-
börnum í Noregi. Bókarinnar verður
nánar getið í Unga íslandi við tækifæri.
í Svíþjóð kom út á síðasta ári stór-
merkileg bók. sem heitir á sænsku „Hur
vi blivit starJca, och friska“. Á íslensku:
Hverngi við verðum hraust og sterk. Það
er heilsufræði-lesbók, skrifuð af sænsk-
um börnum og bókin er prýdd fjölda
mynda og teikninga, sem börnin hafa
einnig teiknað og málað siálf. Fræðslu-
málastjórinn sænski, B. J. Bergquist, rit-
ar formála fyrir bókinni, en starf barn-
anna er unnið undir leiðsögu skólalækn-
is, dr. med. C. Aug. Ljunggren.
Næsta hefti flytur kafla og myndir úr
bessari bók. Verður það efni flutt í blað-
inu til þess að kynna þetta merkilega
starf sænsku barnanna fyrir lesendum
Unga íslands. Þá verður um leið athug-
að. hvernig íslensk börn og unglingar
geta notað þessa bók til leiðbeiningar
og uppörvunar í starfi sínu við að vinna
að aukinni hreysti íslensku þjóðarinnar.
r
r i
glonnnDDaaDDaDDaDaaDanDDaDnnnnDc
HORNSILAVEIÐIN.
BERNSKUMINNING.
"1
T 111
Eg var 10 ára, þegar þessi saga gerð-
ist, og átti heima á sveitabæ norður í
Skagafirði. Á sumrin hafði eg þahn
starfa, að færa fólkinu matinn á engj-
arnar. Mest var heyjað niðri á Héraðs-
vatnabökkum, og var þangað langur og
heldur slæmur vegur. Á þeirri leið voru
margir lækir og síki, og sá eg þar oft
silunga skjótast inn undir bakkana.
Stundum gleymdi eg alveg, að eg þurfti
að flýta mér, og íor að fást við silung-
ana og reyna að ná í þá með því að
læðast ósköp hægt með hendina ofan í
vatnið og grípa utan um þá. En mér
gekk þetta illa. Eg hafði lítið upp úr
því, annað en snuprur og skammir
hjá engjafólkinU, af því að grauturinn
var orðinn kaldur, þegar það loksins
fékk hann.
Einn lækurinn hét Illakelda. Hún var
full af hornsílum, sem skutust í allar
áttir, þegar eg gekk yfir brúna á lækn-
um eða stappaði í bakkana. Mig lang-
aði fjarska mikið til að ná í hornsílin
og flytja þau heim, og þar ætlaði eg að
búa til handa þeim svolítinn poll í lækn-
um, sem rann rétt við bæjarvegginn. En
það var nú hægar sagt en gert, að ná í
hornsílin. Þau voru svo lítil, og vont
að handsama þau. Ogþótt eg næði stund-
um einu og einu í lófa minn, voru þau
vís til þess að smjúga út um greiparnar
á mér, áður en eg var kominn með þau
upp úr vatninu. Ómögulegt var heldur
að ná þeim í net, því að þau smugu í
gegnum. svona lítil eins og þau voru.
Eg braut nú heilann mikið um þetta
vandamál. Einu sinni tók eg með mér