Unga Ísland - 01.03.1933, Síða 13
UNGA ISLAND
41
strigapoka og ætlaði að vita, hvort eg
gæti ekki flæmt sílin inn í hann. En
pokaskömmin vöðlaðist saman eins og
hver önnur tuska, þegar hann kom í
vatnið, og sílin ruku í allar áttir, dauð-
hrædd við þessa ófétis druslu. Eg sá,
að ekki dugði þetta og var nú alveg að
gefast upp við hornsílaveiðarnar.
Daginn eftir hitti eg Stjána í Hvammi.
Eg vissi, að Stjáni vissi jafn-langt nefi
sínu, og sagði honum frá því, hvað mér
þætti illt, að geta ekki svo mikið sem
veitt eitt hornsíli. Svo sagði eg Stjána,
hvernig gengið hafði með pokann.
Stjáni hlustaði á, býsna spekingslegur.
Hann var að tyggja puntstrá, sem hann
hafði kippt upp úr túngarðinum.
,,Eg er hissa á því, að þú skyldir ekki
geta veitt þau í pokann“, sagði hann
lcksins, og hrækti út úr sér stráinu. ,,Það
gisti hjá okkur maður í vor, sem sagði
ckkur, að það væri til stór gufuskip, sem
veiddu fiskinn í poka, sem þau drægju
a eftir sér í sjónum".
Nú fór eg að taka vel eftir.
„Sagðirðu poka? Að stór skip drægju
á eftir sér poka? Það er líklega poki í
lagi“, sagði eg.
„Já, heljargámur“, sagði Stjáni. „Þú
hefir aldrei séð annan eins poka. Og
svo þegar skipið er búið að draga hann
nokkuð lengi, þá draga mennirnir hann
'nn í skipið fullan af fiski“.
Eg var svo sem alveg hissa.
„En heyrðu“, sagði eg, „hvað gera
^ennirnir á skipinu, ef hákarl kemur í
Pokann?“
Stjáni vissi 'það nú ekki vel. „Eg
^ogsa, að þeir hvolfi honum úr pokan-
nrn‘V sagði hann dræmt.
„En fer þá ekki fiskurinn með?“
spurði eg.
Stjáni fór að toga í eyrnasnepilinn á
sér. Þajð gerði hann oft, þegar hann
komst í vandræði.
„Jú, líklega geiúr hann nú það,“ sagði
hann svo. „Eg veit svei mér ekki, hvern-
ig mennirnir fara þá að“.
Eg fór nú að hugsa um pokann minn
og hornsílin. Reyndar var ekki svo hætt
við, að hákarl kæmi í hann. En annað
var verra. Eg varð að spyrja Stjána:
,.En hví leggst ekki pokinn saman í
sjónum, eins og fór með pokann minn?“
Nú stóð ekki á Stjána:
„Það skal eg segja þér. Þeir hafa gríð-
arlega stóra grind í opinu á honum, svo
að hann helst allt af opinn“.
Þarna kom það! Nú skyldi eg svei
mér leika á hornsílin. í Illukeldu. En að
mér skyldi ekki hafa dottið þetta í hug!
Eg renndi mér nú ofan af túngarðin-
um, kvaddi Stjána og hljóp í einum
spretti heim á hlað. Um kvöldið náði
eg mér í hamar og nokkra nagla inni í
skemmu. Svo fór eg suður fyrir bæjar-
vegg og smíðaði þar grind úr fjórum
tunnustafabútum. Síðan negldi eg opið
á pokanum á grindina.
Eg var heldur en ekki hróðugur, þeg-
ar eg háttaði um kvöldið. Veiðipokinn
lá tilbúinn uppi í bæjarsundi, og daginn
eftir ætlaði eg að reyna hann, um leið
og eg færi með matinn á engjarnar.
„Nú mega hornsílin í Illukeldu vara
sig“, hugsaði egmeð sjálfum mér daginn
eftir, þegar eg labbaði ofan mýrarnar
með grautarfötu í annari hendinni og
matarböggul í hinni, en veiðipokann
dinglandi á bakinu. Eg skildi pokann eft-
ir við lækinn. Á heimleiðinni ætlaði eg
svo að reyna hann.
Nú segir ekki af ferðum mínum. fyrr
en eg kom aftur að Illukeldu á heim-
leiðinni. Egvaldi mér nú álitlegasta hyl-
inn í læknum, þar sem krökkt var af