Unga Ísland - 01.03.1933, Síða 14

Unga Ísland - 01.03.1933, Síða 14
42 UNGA ÍSLAND sílum. Því næst batt eg tvo steina við grindina á pokanum, svo að hann sykki til botns. Síðan fleygði eg allri dræs- unni út í hylinn. Hornsílin ætluðu al- veg að ærast, og reyndu öll að forða sér burt í skyndi. En þegar eg fór að draga pokann eftir botninum, gruggað- ist vatnið svo upp, að litlu greyin sáu ekkert, hvert þau álpuðust. „Nú hlýtur þó eitthvað að vera kom- ið í pokann", hugsaði eg, og fór að lyfta dræsunni upp á bakkann. Fyrst sá eg ekkert fyrir grugginu. Eg dró nú pok- ann alveg upp úr læknum og lét vatnið síast úr honum. Svo stakk eg nefinu of- an í opið, heldur forvitinn. -— Jú, viti menn! Á pokabotninum var heil hrúga af hornsílum, sem ólmuðust og sprikl- uðu, og hentust og sentust allavega hvert innan um annað. Þetta var þó svei mér bærileg veiði, svona í fyrsta sinn! — Eg flýtti mér að skola innangrautarföt- una og hálffyllti hana síðan með hreinu vatni úr læknum. Að því búnu fór eg að tína litlu angana úr pokanum og láta þau í fötuna. Eg varð að fara fjarska varlega, til þess að meiða þau ekki. Þau voru svo skelfing lítil. Sum voru varla eins löng og títuprjónn, en þau stærstu ekki mikið lengri en eldspýta. Þau urðu ósköp fegin að komast aftur í vatnið, og ætluðu strax að flýta sér og fela sig. en það var nú lítið um felustaði í föt- unni. Nú fór eg að reyna að telja í föt- unni, en mér var það ómögulegt. Þau ólmuðust svo mikið og eg ruglaðist allt af í tölunni. En eg giskaði á, að þau væru sjálfsagt þrjátíu eða fjörutíu. Eg hélt nú heimleiðis með veiðina. Þegar eg kom heim, fór eg rakleitt inn í búr. Húsmóðirin var þar að strokka. Eg var nú heldur montinn, og tók lokið af fötunni, um leið og eg rak hana upp að nefinu á gömlu konunni. „Sérðu þessi!“ sagði eg. Hún varð alveg hissa, þegar hún sá sílin í fötunni. ,,Hvað ætlarðu að gera við þetta, drengur?" spurði hún. „Ekki ferðu að drepa þessi litlu grey; það er víst ekki mikill matur í þeim“. „Önei, það ætla eg ekki að gera; en eg ætla að búa til poll handa þeim og temja þau“, sagði eg hróðugur. Hún tautaði eitthvað um flónskuna í mér, en eg skálmaði út að læknum. Því næst náði eg mér í skóflu og bjó til litla dæld ofan í mölina við lækinn. Síðan veitti eg svolítilli kvísl úr læknum í -hol- una og þá var kominn þarna allra snotr- asti pollur handa sílunum.' Eg bjó til bunu þar. sem kvíslin rann í pollinn, svo að hornsílin skyldu ekki komast upp í lækinn. En framan við pollinn hlóð eg hnausum og hafði rennu á milli þeirra, þar sem vatnið rann út um. En nú gátu sílin farið úr pollinum gegnum renn- una, svo að eg strengdi strigatusku fyr- ir rennuopið, og rann vatnið í gegnum hana. Nú var allt tilbúið. Þá tók eg föt- una með sílunum og hvolfdi öllu saman í pollinn. Urðu þá heldur en ekki sporða- köst, því að hornsílin hafa víst haldið, að þau væru nú aftur komin í hylinn í henni Ulukeldu. En það var nú ekki því að heilsa, því að þarna voru þau alveg innilokuð. Þarna voru nú sílin mín fram eftir öllu sumri. Fyrst voru þau f.jarska stygg og evndu alltaf að fela sig inni í holum eða milli steina, þegar eg kom að pollin- um þeirra. En þegar frá leið, urðu þau gæf og spök. Þau virtust vera alveg hætt að hræðast mig, og lofuðu mér meira að segja að koma við sig með hendinni og taka sig í lófa minn niðri í vatninu. Eg hafði mikla skemmtun og ánægiu af hornsílunum mínum. Verst þótti mér,

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.