Unga Ísland - 01.04.1937, Side 5

Unga Ísland - 01.04.1937, Side 5
47 UNGA ÍSLAND Allt fram á þennan dag er þekking alls fjölda manna og kröfur til suncl- kunnáttu mjög litlar og ófullnægjandi, blandaðar ótrú eða öfgum. Með mynd- un ungmennafélaganna verður í land- inu áhrifamikil vakning, og voru það einkum heitstrengingar nokkurra ungra manna á ársafmæli Ungmenna- félags Akureyrar, 6. jan. 1907, sem mestu róti kom á hugina. Þá var það, er Lárus J. Rist hét að synda yfir Eyjafjörð alklæddur og í sjófötum. Þetta allt var svo óvenjulegt, og þótti svo djarft, að æskan fylltist eldmóði. Þetta öfluga átak varð til þess, að almennt var farið að gefa líkarns- menningunni meir gaum en áður var. Ungmennafélög og íþróttafélög rr.ynci- uðust nú víða um landið og þau, sem til voru fyrir, færðust mjög í aukana. Menn tóku að æfa af kappi og fengu mikinn áhu(ga fyrir því að byggja sundlaugar, og brátt kom krafan um sundhöll í Reykjavík. Fyrsta yfir- byggða laugin var byggð við alþýðu- skólann á Laugum í Reykjadal og síð- ar við fleiri skóla og í þéttbyggðum sveitum. F.engu menn nú áhuga fyrir því að mæla dugnað sinn og kunnáttu, með því að bera sig saman við aðra menn bæði hér á landi og erlendis að foi’nu og nýju. Slíkt er nauðsynlegt, en getur þó verið mjög varhugavert, því keppnin getur hæglega leitt áhugasama ung- iinga út í öfgar. Er þá illa farið, éf á- huginn verður aðeins brjálæðiskenni ofurkapp eftir heiðri, en því aðalat- riði sleppt, að göfga og þroska menn- ina alhliða. Eru þess mörg dæmi úr sögu ýmsra menningarþjóða, að ofur- kappið í íþróttum og leikjum hefir orðið menningu þeirra að miklu tjóni. Það er eftirtektarvert, þá er Lárus Rist heitir því að synda yfir Eyjafjörð, að hann velur að leggja til sunds eins og sjómenn eru venjulega klæddir, en ekki í sundfötum smurður feiti, og valdi ekki stærri raun en þá, er hann taldi að hver og einn fullfrískur mað- ur gæti leikið eftir. Er í þessu einung- is fólgin krafa til almennrar menn- ingar, en ekki áhuginn fyrir því að skara fram úr. Með íþróttavakningunni fara menn Frá sundlaugunum i Reykjavik.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.