Unga Ísland - 01.04.1937, Qupperneq 11
53
UNGA ÍSLAND
Lao Wang
og musterispresturinn.
Lao Wang var kínverskur drengur.
Hann átti heima í þorpi langt inni í
Kína — við eitt hinna stóru vatnsmiklu
fljóta, sem streyma um landið.
Faðir hans var vel efnaður bóndi, sem
átti víðlenda maís og hirsíakra.
Lao Wang vildi líka helst verða bóndi
Hann var af bændaættum. Og frá því
fyrsta, að hann mundi eftir sér, hafði
hann fengíð að hjálpa til við akuryrkj-
una — frá því snemma að vorinu, þeg-
ar rætur kornsins frá árinu áður voru
pældar í sundur — þar til seint að haust-
inu, þegar mannhæðarhátt kornið var
slegið.
Hann fékk líka að hjálpa til við sán-
inguna og fékk eins og hinir útholað
grasker; í það var stungið bambusstaf
álíka löngum og byssuhlaupi með dá-
litlum límvendi á endanum. Graskerið
var fyllt af korni — og með þetta áhald
gekk hann, eins og veiðimaður með
byssu sína, eftir bugðóttum plógförunum
og sló á bambusstafinn með dálitlum
teini, svo að kornið sáldraðist út. Plóg-
förin voru plægð bugðótt af ótta við að
illu andarnir1 sem aðeins gátu komist
eftir beinum brautum, gætu spillt ökr-
unum.
Fyrir Lao Warig hafði þetta allt ver-
ið sern stór hátíð.
En þetta árið var hann mjög rauna-
mæddur. Nú var hann orðinn 12 ára,
og hann vissi, að þetta var síðasta ár-
ið, sem hann fengi að vera heima.
Faðir hans hafði ráðið hann í must-
erið, — skuggalega musterið — sem
stóð á hæðinni fyrir utan þorpið. Hann
átti að læra musterisþjónustu. Seinna
átti hann að verða munkur — eða
musterisprestur. Það var leiðinlegt fyrir
Lao Wang að eiga þetta í vændum, því
hann vildi miklu Fremur lifa frjálsu og
óbrotni lífi bóndans, heldur en að láta
fyrirberast innan við gráa musterismúr-
ana. Og ekki geðjaðist honum að því
að draga fram lífið á ölmusu, meðan
hann hefði báðar hendur hraustar og
sterkar, sem gátu unnið.
hvað þá meira. En þessi ótti fekk
snöggan enda, því að nú er kallað á
glugganum: „Eru krakkar þarna“, og
þekkjum við þar málróm mömmu . -Ti.
augabragði var öll hræðsla fokin út
í veður og vind. Við fleygðum af
okkur sænginni, stukkum fram úr
rúminu og ruddumst fram göngin í
einni þvögu, og út á hlaðið. Tók nú
mamma að spyrja okkur hvernig á
þessu hátterni okkar stæði og sögð-
um við henni upp alla söguna. Hlýddi
hún á meðan við létum dæluna ganga,
en sagði svo að við þyrftum ekkert að
óttast útlendinga, þeir væru alveg eins
vel siðaðir eins og íslendingar, og þó
þeir e. t. v. hefðu hagað sér eitthvað
illa hér fyr meir, þá væri það nú úr
sögunni. Jókst okkur nú svo kjarkur,
að við áræddum að fara og líta eftir
skipunum. Sáum við þá, að „stóra
skipið“ var að draga fyrir síld, og
hafði sett bátinn út til þess, en ekki
til að fara í land eins og við hugðum.
En þannig stóð á heimkomu mömmu
svona snemma, að hún hafði brotið
hrífuna sína, og varð því að hætta
við raksturinn. Stefán Kr. Vigfússon.