Unga Ísland - 01.04.1937, Side 12

Unga Ísland - 01.04.1937, Side 12
UNGA ÍSLAND 54 En loforð föður hans mátti ekki rjúfa, þvi að þá myndu guðirnir refsa þeim. — Eða svo sagði faðir Lao Wang í hvert skifti, sem hann minníist á þetta mál. Hann varð að hugsa um föður sinn — þegar hann væri dáinn, átti Lao Wang að brenna reykelsi uppi i musterinu og heiðra þannig minningu hans. Það gat verið nógu gott — fyrir föðurinn — en Lao Wang fannst það ekkert sérstaklega skemmtileg tilhugsun. Hann bar ekki í brjósti lotningu föð- ur síns fyrir guðunum, heldur sýndi þeim býsna mikið virðingarleysi. Sjálfa hús- guðina, sem voru limdir upp í eldhús- inu, og sem voru óviðfeldnir á'að líta, með eirrauð andlit og í forynjulegum búningum, óttaðist hann ekki. Uppskerutíminn var kominn. Og þá þurfti að gæta akranna. Það var hlut- verk Lao Wang. í stóra akrinum miðj- um var kofi, sem stóð á staurum og gnæfði því hátt yfir kornið. Uppi í kof- anum sat Lao Wang og skyggndist um eftir þjófum. Þeir eru nefnilega alltaf á ferli á haustin, þegar kornið er fullþrosk- að. — Sæi hann kornið hreyfast grunsam- lega einhversstaðar, var hann á svip stundu kominn niður og elti jjjófinn með gaddakylfunni sinni. Faðir hans hældi honum oft fyrir gæsl- una; þvi að mörgum þjófum hafði hann náð og oft með kænskubrögðum. Hann kom skónum sínum þannig fyrir uppi í kofanum, að það leit út fyrir, að hann hefði tekið sér blund þarna og rétt fæt- urna fram — en raunverulega var hann í njósnarferð um hávaxið kornið. Á þeim mörgu einverustundum, sem Lao Wang eyddi þarna, velti hann því fyrir sér, hvort hann gæti ekki með ein- hverjum ráðum afstýrt því, sem hröðum skrefum nálgaðist. Og svo var það dag einn, að honum datt nokkuð i hug! Hann átti góðan vin, sem hét Tsao Ling. Hann sagði honum kvöld nokkurt frá fyrirætlun sinni, og bað hann að hjálpa sér. Tsao Ling komst strax allur á loft, það gat orðið nógu gaman! Kvöidið eftir drap Tsao Ling á must- erisdyrnar, og bað um að fá að tala við æðsta prestinn. Hann var leiddur fyrir gamlan höfð- inglegan mann, sem hafði sítt, hvítt skegg. — Hver ert þú? — — Tsao Ling. — — Hum! Ég þekki þig ekki. Hvert er erindi þitt? — — Ég — ég sá nokkuð, sem ég hræddist. Regnguðinn fer yfir akrana, — — Regnguðinn? — Presturinn leit á hann og efablandin undrun lýsti sér í hinu hrukkótta andliti hans. — Já — sá sem er vanur að standa inni í musterinu. — — í musterinu mínu? — Tsao Ling kinkaði kolli. — Heimskur ertu drengur! — — Ég — ég sá hann mjög greini- lega. — Presturinn reis á fætur og gaf Tsao Ling merki um að fylgja sér. Þeir gengu inn í musterið. En varla voru þeir komnir inn í hálfdimmt herbergið, þegar prest- urinn rak upp hljóð. — Pallurinn, sem guð prestsins var vanur að standa á var auður! — Hvar — hvar .... hvislaði prest- urinn og orðin dóu á vörum hans. En Tsao Ling vissi að hverju prest- urinn ætlaði að spyrja.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.