Unga Ísland - 01.04.1937, Side 17
59
UNGA ÍSLAND
LESKAFLAR FYRIR LITLU BÖRNIN
Töframaðurinn.
„Húrra!“ kallaði Siggi um leið
og hann leit út um gluggann.
„Sveinn frændi er að koma“.
Dísa stóð upp úr sæti sínu og
flýtti sér út að glugganum. Rétt
á eftir var hringt og bæði börnin
þutu fram, til að opna fyrir frænda
sínum.
„Viltu gera svo vel að segja
okkur sögu“, sagði Dísa, þegar
hann hafði lieilsað fólkinu.
„Já, gerðu það“, sagði Siggi,
„því að nú er sunnudagur og þú
þarft ekki að fara í vinnu“.
„Lofið þið manninum að vera í
friði“, sagði mamma barnanna.
„Honum leiðast þessi læti“.
„Við verðum afar-stillt, ef hann
segir okkur sögu“, sögðu börnin.
En Sveinn kunni enga nýja sögu.
„Það gerir ekkert til“, sagði
Siggi. „Við viljum aftur heyra
söguna um töfraklæðið“.
„Já“, sagði Dísa. „Mömmu og
Öllum þótti svo gaman að þeirri
sögu“.
„Henni þykir ekkert gaman að
beyra söguna aftur“, sagði Sveinn,
„en til þess að gera ykkur ofur-
litla úrlausn, ætla eg að sýna
ykkur nokkuð“. Hann tók lítinn
klút úr vasa sínum og breiddi hann
á borðið.
„Þetta er ekkert gaman“, sagði
Siggi.
„Þetta er bara vasaklútur“,
sagði Dísa,
„Ykkur sýnist það“, sagði frændi
þeirra, „en þetta er samt í raun-
inni töfraklæði“.
„Töfraklæði“, átu börnin eftir
honum og giáptu á hann stórum
augum.
vGet eg þá svifið á því upp í
tunglið?“ spurði Siggi.
„Get eg flogið á því heini til
hennar ömmu minnar?“ spurði
Dísa.
„Nei, það getið þið ekki“, sagði
Sveinn, „en eg ætla að gera lítinn
galdur með klútnum. Komdu með
eina eldspýtu, Siggi, og merktu
hana, svo að þú þekkir hana aft-
ur“.
Siggi gerði það.
Frændi hans hrissti klútinn,
breiddi hann aftur á borðið og
sagði: „Þið sjáið, að ekkert er á
klútnum. Leggðu nú endspýtuna
á hann miðjan“.
Þegar Siggi hafði gert það,
braut Sveinn klútinn saman og
hélt á honum í hendinni, þannig
að nokkuð stóð út úr hnefanum.