Unga Ísland - 01.04.1937, Side 18
UNGA ÍSLAND
60
Siggi fékk að þreifa á klútnum
og eldspýtunni, sem var innan í
honum.
„Brjóttu nú eldspýtuna, ef þú
getur“, sagði Sveinn. „Það get eg
vel“, sagði Siggi, „eg er búinn“.
„Nú skulum við sjá, hvort töfra-
klæðið getur grætt spýtuna sam-
an“, sagði Sveinn og breiddi úr
klútnum á borðinu. Eldsþýtan var
heil! |
Siggi sá að spýtan var merkt.
Hann hlaut að hafa brotið aðra
spýtu í klútnum. En hvar var hún?
Sveinn lyfti klútnum upp og hrissti
hann yfir borðinu. Brotna spýtan
sást hvergi.
„Þú hefir enga spýtu brotið“',
sagði Dísa, „en nú skal eg brjóta
spýtu í klútnum, og hún skal ekki
verða heil, þegar frændi breiðir úr
töfraklæðinu sínu“.
Svo fékk Dísa að brjóta spýtu í
klútnum, og sagðist vera viss um,
að hún væri komin í tvennt. En
það fór eins og í fyrra skiptið, þeg-
ar frændi sýndi þeim í klútinn:
Eldspýtan var heil.
„Hvar er spýtan, sem eg braut?“
spurði Dísa. „Er þetta ekki sama
spýtan?“ ansaði frændi hennar.
En Dísa sá, að brotin eldspýta
gat ekki orðið heil aftur, og bað
frænda sinn að kenna sér gald-
urinn.
„Já, kenndu okkur þetta!“ sagði
UNGA ÍSLAND
Eign RauíSa Kross íslands.
Kemur út í 16 síöu heftum, 12 sinnum á ári.
12. heftiö er vandaö jólahefti.
VerÖ blaösins er aöeins kr. 2,50 árg\
Gjalddagi blaösins er 1. apríl.
Ritstjórn annast:
Arngrímur Ivristjánsson,
Bjarni Bjarnason, Kristín Thoroddsen.
Afgreiðslu og’ innheimtu blaðsins annast
skrifstofa Rauða Ivrossins, Hafnarstræti 5,
herbergi 16—17 (Mjólkurfélagshúsið). Skrif-
stofutími kl. 10—12 og 2—4. Póstbox 927.
Prentað í ísafoldarprentsmiðju.
Siggi. „Eg þarf að sýna strákun-
um í skólanum þennan galdur“.
„Þið getið nú hugsað um þetta“,
sagði frændi þeirra, „og reynt aó
skilja í hvei'ju galdurinn ei‘ fólg-
inn“.
„Sýndu mér þá einu sinni enn,
hvernig þú ferð að, og nota'u
vasaklútinn minn“, sagði Dísa.
„Eg get ekki notað hann, því að
hann er ekkert töfraklæði“, sagði
frændi hennar og hló. „En nú þýð-
ir ekki að minnast á þetta fyrst
um sinn, en segið þið mér heldur,
hvernig ykkur gengur í skólan-
um“.
„Þau eru nokkuð löt að læra
ma.rgföldunartöfluna“, sagði
mamma þeirra, því að þau voru
sein til svars.
„Þá skulum við gera samning“,
sagði frændi þeirra. „Eg skal
kenna ykkur galdurinn næsta
sunnudag, ef þið kunnið þá vel
alla margföldunartöfluna“. Frh-