Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 9
SigurSur Heígason: Frá meginlandinu myrka Villisvínið eða villigölturinn í Afríku hegðar sér líkt og ég gæti hugsað mér, að hvert annað svín myndi hegða sér, ef ljón, hlébarðar og svertingjar væru stöðugt á veiðum eftir því. Hann hefir langar höggtennur, sem eru bezta vöpn í innbyrðis erjum en lélegar til varnar wóti konungi dýranna og öðrum stórum i’ándýrum. Þessi ömurlegu lífskjör að eiga alltaf og alls staðar á illu von, hafa sett merki sín á hann. Hann er mjög hræðslúgjarn, og ef menn koma að hon- um óvörum reisir hann rófustertinn beint í loft upp, skrækir og blæs af hi’æðslu. Síðan leggur hann á flótta yfir hvað, sem fyrir verður, þangað til hann finnur holu eftir mauraætu. Þessar hol- Ur- eru 1 fet í þvermál á víddina, en niargra metra langar. Þegar hann er. kominn inn í einhverja af þessum holum er hann öruggur fyrir öllum árásum, nema árásum mannanna. En aldrei hefi eg fengið að vita, hvernig hann gerir uÞp í’eikning sinn fyrir gistinguna, við húsbóndann, þann klóhvassa holubúa, sem ræður húsum á þessum stoðum, en iíklega er hann sjaldan heima, því að mauraætan grefur mörg hundruð holur °g leitar líklega aldrei aftur til neinnar, Sem hún er búin að yfirgefa. Fíllinn er fyrirmyndar skepna, og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann 61 ainhver bezti borgarinn í þjóðfélagi shógarins. Þeir sjá um sitt og berjast s.ialdan innbyrðis. Meðal þeirra eru ást- mkir og skynsamir forldrar og ættirnar alda vel saman. 1jNga ísland Eitt sinn neyddist ég til að skjóta á fíl til að bjarga lífi mínu. Ég dauðsærði dýrið og ætlaði sem fljótast að gera enda á þjáningum þess, en áður en ég gat komið því við, komu tveir félagar hans út úr skóginum, staðnæmdust sinn til hvorrar hliðar hinu særða dýri, eins og þeir ætluðu að styðja hann. En fíll- inn brölti á fætur, reikaði á milli þeirra inn í skóginn og hvarf. Oft má sjá, þegar hitinn er mjög mik- ill og fílakálfarnir bera sig illa undan honum, að mæðurnar sprauta yfir þá vatni eða leðju, til að kæla þeim. En það eru ekki elnasta mæðurnar, sem láta sér annt um ungviðin. Þegar hóparnir eru á ferð og kálfarnir eru orðnir aðfram- komnir af þreytu, þá fá þeir hjálp hjá þeim fullorðnu, eftir því sem tök eru á. Fíllinn verður stundum dálítið spaugi- legur vegna þess, hvað hann er stór og hvað hann á til að virðast kærulaus um það, sem gerist umhverfis hann, ef ekk- ert hefir sérstaklega vakið grunsemdir hans. — Eitt sinn hafði einn af þessum stóru náungum étið yfir sig í skógi, þar sem mikið óx af ungum trjáplöntum. Þá labbaði hann, hátíðlegur í bragði að næsta stórtrénu, sem hann sá og iiall- aði sér upp að því, til að fá sér svolítinn dúr. Hann sofnaði strax og steinsvaf, þangað til hann varð allt í einu var við mig, þar sem ég var að snuðra í grennd við hann, þá vafraði hann inn í skógar- þykknið. Það er auðséð að fíllinn hefir enga Framh. á bls. 90 87

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.