Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 17
Ég man ykkur síðast á flögri, er bláskuggabreiður við bjarkanna rætur í hrímskógi völdu sér töf, SIGURÐUR einn frostkaldan dag, meðan yfir skein himinninn heiður DRAUMLAND: og hrannirnar glóðu um mjallanna sólstráðu höf. Og brátt fóru geislar og bliku að fjöllunum syrti, en blíðviðri suðrænir gestir að jafnaði þrá, og loks, þegar stormurinn hætti og hríðina birti, var hvergi neinn söngvara í skóginum framar að sjá. Skógarfuglar 0g komið þið aftur, bjartsýnu vinir, að byggja bólstaði hlýja í skjóli við urðir og björk? Eða, biðu ykkar sömu örlög og laufa, sem liggja lík undir snjónum á skógarins eyðimörk? Nei, stormhröðum vængjum um suðursins víðheima vegi eg veit, að þið brottflugið hófuð á síðustu stund. Og aftur á sólvaldsins fagra en fjarlæga degi fyrstir um blágeiminn stefnið í íslenzkan lund. - J Því vorið mun sigra og vetrarins heljartök dofna. Við vitum að sólin er ætíð svo máttug og hlý. Og sumarið kemur og svipþungu húmskýin rofna. Þið syngið — og heimurinn birtist í töfrum á ný. hræðilega langa nótt, var á enda. Hann fann ekki til þreytu lengur. Syngjandi brauzt hapn út úr hellinum, og rak kindurnar þrjár á undan sér. Sólin var að byrja a,ð skína þegar hann kvaddi þennan náttstað sinn, þar sem hann hafði lifað sína þrautafyilstu og hræði- legustu nótt. Hvarvetna blasti við hvítt, óendan- lega hvítt land. Hann hafði ekki gengið lengi, er hann sá einhverjar dökkar bústir í suðurátt. Þær voru fimm, og þær hreyfðust hægt áfram, í áttina til hans. Það voru menn. Það voru félagar hans. Þeir drógu sleða á eftir sér, og hað var auðséð, að þeir voru að leita hans dauðaleit. Vonbráðar komu þeir auga á hann og hröðuðu sér í áttina til 1 N 0 A í s.L A N D hans. Hann herti á kindunum og hló hvellum hlátri. Lífið var þá leikur, þrátt fyrir allt. Það voru fagnaðarfundir, er þeir hittust, allir heilir á húfi. Sleðinn! Hörður gat ekki hlegið meira en hann gerði í þetta sinn. Sleðinn var sleginn saman úr tjaldsúlunum og nokkrum kassafjölum. En þegar hon- um datt í hug bylurinn, og til hvers þessi sleði átti að verða, þá fór hrollur um hann. — Það var guðsmildi, að þú komst af, drengur minn, sagði Sveinn. — Og við allir, bætti hann við. Þegar Hörður hafði sagt frá þessum ævintýrum sínum, spurði hann: 95

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.