Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 12
FRÁ MEGINLANDINU MYRKA Framh. af bls. 87. hvöt til að drepa. En þegar hann er ert- ur eða móðgaður, án þess að hafa sjálf- ur gefið ástæðu til slíkrar framkomu við sig, þá fylltist hann réttlátri reiði og sést þá stundum ekki fyrir. Fá dýr hlýta forsjá þeirra eldri og reyndari jafn skilyrðislaust og fíllinn. Einn dag sátum við Ósa í einu skýlinu okkar og biðum eftir tækifæri til að taka myndir. Allt í einu sáum við á- lengdar hóp af stórum gráum dýrum, sem komu út úr skóginum og gengu fram á dálítið autt svæði niður undir vatni, skammt frá. Við sfik tækifæri er foringi jafnan á undan, og svo var og að þessu sinni. Hann rannsakar um- hverfið, en hópurinn kemur ekki á eft- ir, fyrr en víst er, að allt sé með felldu. Foringinn gekk nú gætilega niður að vatninu, en félagar hans drógu sig til baka, inn á milli fremstu trjánna í skóg- arjaðrinum, stóðu þar og biðu átekta. Að vörmu spori fór foringinn til þeirra, stóð hjá þeim um stund og kom svo í annað sinn niður að vatninu, fast að skýli okkar og fór svo til baka aftur. Þetta endurtók hann að minnsta kosti tíu sinnum. Alltaf stóðu.hinir grafkyrr- ir. Þeir báru auðsjáanlega fullkomið traust til foringjans, enginn þeirra sýndi á sér minnsta vott um óþolinmæði, þó þeir yrðu að bíða með að slökkva þorsta sinn, sem hefir þó sennilega ver- ið þeim full þörf, því það var steikjandi hiti. — Einu sinni kom annar fíll niður eftir til okkar, en gamli foringinn stóð hjá hinum á meðan. En svo er að sjá, sem hann hafi komizt að þeirri niður- stöðu, eins og hinn, að ekki væri allt með felldu. Þegar hann var aftur kom- inn í hópinn, kom foringinn einu sinrii enn, fór síðan aftur til félaga sinna og Nashyrningur síðan hvarf allur hópurinn inn í skóg- inn. Náshyrningurinn er stór, feitlagin og aulaleg skepna. Hann er þrætugjarn og liggur í stöðugum áflogum, og þó hann sé ekki í áflogum, þá er hann samt alltaf í illu skapi, rymjandi, grenjandi og fnæs andi, eins og allt sé honum mótdrægt. Fá dýr hafa óskemmtilegri skapsmuni. Það virðist svo, að þeir eigi ekki einu sinni vini í sínum eigin hópi. Oftast eru þeir einir sér og aldrei með öðrum dýr- um. Ef menn rekast á fleiri saman, þá eru þeir ávalt í áflogum. Reiðir nas- hyrningar hafa oft sinnis komið mér í klípu. Þó getur komið fyrir, að þeim verði ónotalega hverft við. Til dæmis um það skal ég segja ykkur þessar tvær sögur: Við Ósa fórum einu sinni út, ríðandi á múldýrum. Erindi okkar var að leita uppi nashyrning, sem við höfðum frétt urn í grenndinni. Ég bað hana að fara gætilega og fylgja annari slóð, en hún hafði í fyrstu ætlað, en einmitt þetta varð til þess, að hún rakst allt í einu á dýrið alveg að óvörum og var þá komin fast að því. Múldýrið varð æðisgengið af hræðslu og það varð nashyrningurinn 90 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.