Unga Ísland - 01.06.1942, Page 9

Unga Ísland - 01.06.1942, Page 9
Paul Áshag: Strokudrengurinn Sigurður Helgason þýddi. Framh. Sólin er gengin undir bak viS fjöll- in í vestri. Það er farið að kólna. Blautir lepparnir eru ískaldir við kroppimi', skórnir skegglast á fótun- um og vatnið úlgrar upp með börm- unum. Það er farið að þyngjast fyrir fótinn í skóginum. Drengirnir hrasa um trjárætur og hrufla sig bæði á höndum og hnjám. Gamall og hrörlegur kolamanns- kofi veröur á leið þeirra. Hurðin er horfin, á setbekknum liggja gamlar grenihríslur, skraufþurrar og aliar barrnálarnar eru dottnar af þeim. Eldstæðið er fallið saman. — Vel gæti nú verið, aö við finnd- um hérna einhvers staðar eldspýtna- stokk. Ef við gætum nú kveikt upp eld og þurrkað fötin okkar almenni- lega.... Leitið undir bekknum og uppi á þakbitunum, segir Kringlan og fer sjálfur að leita. Göran skríður undir bekkinn. Þar er svarta myrkur. Hann sér ekkert, en þreifar fyrir sér með hendinni. Allskonar rusl verður fyrir honum, tómar blikköskjur, brotið sagarblaö, i’æfill af gúmmískó.... Og þarna.... Hann kippist við og angistaróp brýzt fram á varir honum. Eitthvað kalt, slímugt straukst við hönd hans. — Höggormur, flýgur honum í hug. En í sama bili sér hann, að þetta er ekki hema froskur, sem leitað hefur sér hælis inni í kofanum þangað til að unga ísland kvöldaði svo, aö hann gæti byrjað á mýflugnaveiðunum. Refurinn skellihlær. Hræddur við frosk! Ójá, það er ekki auðvelt að vera meö börn í eftirdragi. Þeir finna engar eldspýtm’, hvermg sem þeir leita. Göran er hræðilega kalt. Það liggur við, að hann óski sér aftur til hælisins. Það væri nú notalegt að mega leggjast fyririrúmi sínu og geta látið sér líða vel. Það væri dýrðlegt — en Vellir.... Nei, hann langar ekki að snúa aftur. Honum er svo kalt að tennurnar glamra. Kringlunni og Refnum er sárkalt líka, en hvorugur þeirra kvartar. Refurinn hefur tekiö aðra stefnu og heldur nú meira til hægri en áöur. Járnbrautarlest fer skrölt- andi framhjá einhvers staðar langt í burtu. Skógurinn gisnar. Þeir koma út úr honum og niðurundan þeim er opiö og albyggt svæði. Þar er járnbrautar- stöð með tindrandi ljósum. Nálægt henni stendur dálítil húsaþyrpmg, en það er dimmt í þeim flestum. — Við verðum aö reyna að finna okkur hlöðu með heyi, annars drep- umst viö. Lítiö eitt svalt á nóttunni, segir Refurinn. Já, hlaöa. Þeir finna 'hlöðu. Þeir finna tvær, þrjár, fjórar.... Það er enginn skortur á hlöðum, en þessar hlöður, sem eru langt frá bæjunum, 83

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.