Unga Ísland - 01.06.1942, Síða 10

Unga Ísland - 01.06.1942, Síða 10
hafa allar þann ókost, að’ það er ekk- ert hey í neinni þeirra. — Þessir ágætu bændur aka hey inu heim á veturna, segir Kringlan. — En í næstu hlöðu verðum við kyrrir þó að engin ögn af heyi veröi í henni. Næsta hlaða hefur hurð, sem hangir skökk á annarri löminni. Hún er hrörlegri að sjá en allar hinar, sem þeir hafa athugað, og þegar inn er komið sjá þeir, að ekki tekur betra við. Gólfið er lélegt og margar fjal- irnar vantar í þaö. Refurinn stígur niður úr því, hrasar og hruflar sig á leggnum. Hann ætlar að rifna af illsku og urrar eins og reiður rakki. Honum er þannig innanbrjósts, að bezt er fyrir hina að hlæja ekki að honum, og raunar eiga þeir mjög hægt með það, bæði Göran og Kringlan, eins og ástendur. Þó að Göran sé hræddur við högg- orma, herðir ha,nn upp hugann og stingur höndunum niður á milli gólf- fjalanna. Og hann verður fyrir ó- væntu happi. Hey.... Heyleifar, sem farið hafa niður um opin á gólfinu og enginn hefur kært sig um að hirða. — Hér er hey, hér er nóg af heyi undir gólfinu. Gáiö að sjálfir. Kringl* an gerir sér jafnvel það ómak að at- huga málið. Refurinn segir ekkert. Hann situr og nuddar á sér fæturna. Göran safnar heyskefjunum saman og Kringlan útbýr rúm úr þeim uppi í einu horninu, þar sem gólfið cr heillegast. Heyið er ekki svo mikiö að þetta geti orðiö reglulegt rúm. Þeir hjálpast að, Göran og Kringlan, lyfta upp nokkrum lausum fjölum og fá ennþá í fang af þurrum og rykug- um heyleifum. III. Refurinn, greifinginn og pokinn. Göran er kalt. Aldrei hefur hann geta ímyndað sér, að mönnum gæti orðið svona kalt. Hann skelfur og tennurnar glamra. Hann liggur yzt- ur, Refurinn hefur valið sér stað í miðiö og Kringlunni uppi við vegg- inn. Refurinn ákvað, að þeir skyldu hafa að minnsta kosti heiminginn af heyinu ofan á sér í staðinn fyrir ábreiðu. Hann breiddi sjálfm’ bæöi ofan á sig og félagana, og Göran kemst ekki hjá því aö sjá, að Ref- urinn hefur fengið mest allt heyiö bæði undir sig og ofan á sig.. . Hann hefur víst ekki séð svo vel í þessu myrkri, að hann gæti skipt réttvíslega. Göran er með hey innan undir skyrtunni. Hann klæjar og kitlar friðlaust undan því. Blaut fötin lim- ast við kroppinn, fæturnir eru ískald- ir og dofnir. Ekki hafði hann þorað aö taka af sér skóna, ef þeir skyldu þurfa að hafa sig á burt í snatri, og blautir skórnir og sokkarnir gera honum enn kaldara. Kringlan og Refurinn eru sofnaðir. Kuldinn virðist ekki bíta á þá. En Göran liggur vakandi. Hann reynir að mjaka sér eins nærri Refnum og hann getur. Hann reynir að ná sér í eina og eina handfylli af heyi og breiða ofan á sig. Hann reynir að' leggja blauta húfuna yfir andlitið á sér, en ekkert dugir. Hann heyrir í járnbrautarlest, sem blæs og stynur einhvers staðar á- lengdar. Hver stundin líður eftir aðra. Bráðum hlýtur að vera kominn morgunn, finnst honum. En mikil ósköp getur verið dimmt og ekki heyrist til neinna fugla ennþá. Framh- 84 UNGA fSLAND

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.