Unga Ísland - 01.06.1942, Blaðsíða 13
Uppdráttur af Filipseyjum gerð-
ur af U. R. K. félaga þar, og
sendur til U. R. K. í Bandaríkj-
unum. — Á uppdrœttinum sjást
s\rá<5 nokkjur atriði úr sögu eyj-
anna.
að eyjarnar séu nokkurt keppikefli
í augum stórveldanna.
Sandvíkureyjar — Hawaii — hafa
einnig oft veriS nefndar í fréttum
ekki sízt eftir árás Japana á Pearl
Harbor í vetur. Eyjarnar liggja í
Kyrrahafinu 4000 km. í vestur frá
San Francico og næstum helmingi
lengra frá austurströnd Asíu. Það
eru 8 stórar eyjar og nokkrar smærri.
Stærst er Hawaii og er hún að flat-
armáli jafnstór hinum öllum. Eyj-
amar eru hálendar og eldfjöll eru
þar mörg. Merkust eru Mauna Loa
og Mauna Kea á Hawaii. Höfuðborg
eyjanna er Honolulu.
Eftirfarandi grein er kalfi úr bréfi,
sem sent var til ungliða í Banda-
ríkjunum af félaga í ungliðadeild
eins skólans í Honolulu. Kaflinn er
talsvert styttur í íslenzku þýðing-
unni.
„Hawaii liggur í miðjc! Kyrrahafi.
Þar mætast skipin á leið til noröurs
og suðurs, austurs og vesturs. Þar
eru krossgötur hins mikla úthafs.
Þegar Cook kom til Hawaii árið
1778 áleit hann, aö íbúatala eyjanna
væri alls um 100 000, en sennilega
var það of hátt áætlað.
Á þeim tíma ríkti konungur yfir
hverri eyju og á Hawaii voru þeir
tveir. Kamehameha I. var hirni fyrsti
konungur allra eyjanna og ríkti þar
fram undir lok átjándu aldar.
Ibúarnir skiptust í þrjár stéttir,
höfðingja, lærða menn, þ. e. lækna
og presta og svo alþýöu. Höfðingjar
voru álitnir, guðlegrar ættar og því
óhugsandi aö maður úr alþýðustétt
gæti komizt í tölu höfðingja. Allar
stéttir lutu kommginum. Á þeim
tímum voru eyjaskeggjar mjög hjá-
UNGA Í5LAND
87