Unga Ísland - 01.06.1942, Blaðsíða 16
Sigurður Helgason:
Kári fer í verið
Framh.
— 7 —
Þeir Pétur og Kári eru vaktir um
miðnættiö. Jósep stendur við rekkju
þeirra og hristir þá óþyrmilega.
— Getið þið ekki vaknað? segir hann
stuttur í spuna og hristir þá enn bet-
ur, þangað til þeir skilja, hvaö um
er að vera, og að enga náð eða misk-
unn er aö fá. Þeir staulast hálfsof-
andi fram úr, hnjóta um sjálfa sig
á gólfinu og liggur við að missa jafn-
vægið, þegar báturinn veltur á öld-
unum, fálma eftir vaðstigvélunum
sínum og allar hreyfingar þeirra eru
venju fremur klaufalegar.
— Það er kaffi á könnunni, segir
Jósep fálega og horfir á þá sneyddur
allri meðaumkvun, meðan þeir eru
að klæða sig.
Þeir hafa ekki lyst á kaffi. Þeim
flökrar við að hugsa um það. Kristó-
fer kemur niður og skipar þeim að
klæða sig betur.
— Það er kalt uppi, segir hann.
hleypti út kindunum, en Einar var
þá búinn að sækja hestana, og svo
fóru þeir heim.
Stein'i var oröinn þreyttur og fór
því að hátta, þegar hann var búinn
aö borða og sofnaði vært.
Kristinn Finnsson, 13 ára.
Síöan staulast þeir upp, stirðir í
limum og liðamótum eftir svefninn
og hálfsofandi enn.
— Gáið að ykkur á þilfarinu að
detta ekki út, kallar Kristófer á eft-
ir þeim.
Svona er þá að vakna eftir hálfan
svefn úti á sjó og svona er nóttin.
Þaö er myrkur og hráslaga kuldi,
nöpur. rök gola af hafi og öld-
urnar koma líðandi að bátnum
utan úr dimmunni eins og skugg-
ar og leggja hann á hliðina svo
að sjórinn ólgar um öldustokkana.
Það grillir í freyöandi ylgju við
glætuna frá ljósum bátsins og smá-
gusur skvettast inn yfir þilfarið.
Grænu og rauðu siglingarljósin uppi
á stýrishúsþakinu glóra draugalega,
það ymur í reiðanum og undarleg,
ókennileg hljóð heyrast utan úr
myrkrinu gegnum ganghljóö vélar-
innar. Það er bárugjálfrið við báts-
hliðarnar og ölduniðurinn, en fyrir
Kára er þetta óvenjulegt. Hann þekk-
ir þaö ekki og í eyrum hans verður
þaö að ókunnum röddum, sem
muldra óskiljanlegt mál. Himinninn
er dimmur og skýjaður og í landi
mótar fyrir háum og miklum fjöll-
um.
Þeir halda áfram aftur eftir þii"
farinu og styðja sig við það, sem
90
UNGAÍSLAND