Unga Ísland - 01.06.1942, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.06.1942, Blaðsíða 17
hendi er næst. Það setur hroll að þeim í nepjunni, en aftur í stýrishús- inu er hlýtt, því að þangað leggur yl frá vélinni. Þar stendur Sveinn við stýrið, raular í hálfum hljóðum fyrir munni sér, hvílir fæturna á víxl, hreyfir hjólið lítið eitt og viröist ekki kunna neitt illa við sig. Það er dimmt í stýrishúsinu, en niðri hjá vélinni logar dauf ljóstýra. —Vitið þið hvað þessi vakt heitir á sjómannamáli? segir Sveinn, þegar þeir koma aftur í til hans. Þeir vita þaö ekki og þeir eru á- hugalausir um allan fróðleik sem stendur. — Hún heitir hundvakt, og stund- um er hún bara kölluð hundur og ekkert annað. —Nú, það er skrítið nafn á svona hlut. — En þetta fjall þarna framundan. Hvað haldið þiö, aö það heiti? Ekki hafa þeir heldur hugmynd um það. — Það heitir nú Barði og er suður af Önundarfiröi. — Við erum komnir svona langt. — Ójá, það gengur sæmilega. Þeir eru syfjaðir enn. Pétur geispar sárt og ámáttlega, en Kári er nær því að vera fullvaknaður. Hann legg- ur hlustirnar við röddunum utan úr aimmunni, þessum einkennilega sam- fellda kliði. Að vísu yfirgnæfir gang- hljóð vélarinnar öl! önnur hljóð inni í stýrishúsinu, þó er eins og hinir annarlegu ómar kveði við veikt og ógreinilega, eða finnst honum það bara, af því aö það er myrkur og nótt? Sveinn gefst upp á að reyna aö tala viö þá. — Þiö ættuö að prófa, hvernig þaö er að koma upp á vakt í kolsvarta myrkri og illviðri. Þessi gjóla er ekki neitt, segir hann. — Það er þó myrkur aö minnsta kosti, svarar Pétur og geispar enn einu sinni. — Nei, þaö er ekki einu sinni myrk- ur. Það er vorrökkur. Bráðum verða næturnar bjartar. Þaö reynir svo sem hvorki á þrekið né karlmennskuna, aö standa á verði í þessu veðri, en það er samt nægi- lega dimmt og nægilega hvasst, til þess að syfjuðum manni, sem er á sjó í fyrsta sinni geti flogið eitt og annað í hug um hánóttina og heyrzt eitt og annað, sem engxim dytti í hug að hlusta eftir á björtum degi. — En það er annars bezt, aö við skiptum vaktinni á milli okkar. Annar ykkar getur legið þarna niðri á bekknum í vélarrúminu, hinn veröur annaðhvort að liggja á bekknum frammi í, eða hérna á gólfinu, og þaö beld ég aö sé ráðlegast. Pétur lætur ekki segja sér þetta tvisar. Hann fer niður í vélarrúmiö, legst þar endilangur og er sofnaöur vonbráðar. Kári sér heldur ekki ann- að vænna en aö tylla sér niður á stýrispallinn og hallar bakinu upp v að afturþilinu. SVeinn 'fer aftur að *■ raula og skiptir sér ekkert meira af félögunum, en Kári leggur aftur aug- un og reynir að sofna. En nú finnst honum svefninn vera farinn af sér. Þegar hann hallar höfð- inu upp að þilinu heyrir hann sjóinn nauða við súðina og ganghljóð vélar- innar kveða stöðugt við, eins og þaö muldri sömu orðin aftur og aftur, hratt og rólega, og ástríðulaust. Áfram, áfram, áfram. í rauninni er þetta mjög einkennilegt. Hér liggur hann á gólfinu við fætur félaga síns, 91 unga ísland

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.