Unga Ísland - 01.06.1942, Síða 18

Unga Ísland - 01.06.1942, Síða 18
finnur bátinn rugga, finnur nærveru hafsins og heyrir hana líka, finnur olíueiminn í vitum sínum, finnur bátinn titra viS átök vélarinnar og berst áfram til ókunnra staöa og nýrra viöfangsefna. En líklega hefur hann nú samt sofnaö, því aö hann veit ekki fyrr en Sveinn tekur í öxlina á honum og segir: — Taktu nú við stýrinu. Kári rís á fætur. Þaö er oröiö hálf- bjart, og morgunbirtan hefur afhjúp- að ströndina og sjóinn. Nú sér hann, að hinar skuggalegu niðandi öldur eru aöeins meinleysislegar, hægfara bárur — og hinar annarlegu raddir myrkursins eru þagnaðar. — Þú stefnir iaust við fjallið þarna, segir Sveinn og vísar framundan meö hendinni. — Það heitir Göltur og er noröan við Súgandafjörö. Nú erum við úti af Önundarfiröi. Svo fer Sveinn niður 1 vélai'húsiö og vekur Pétur, aögætir vélina vel og nákvæmlega, legst síðan meö góðri samvizku á bekkinn, þar sem Pétur var áður. En aumingja Pétur haföi sofið fast við hitann frá vélinni, og verður nú aftur að þola þá raun að vakna. Hann geisþar enn, fer út og lætur goluna leika um sig, kemur síð- an aftur inn í ylinn, nötrandi af kuldahrolli og súr á svipinn. En Kári stendur við stýrið og finnur til sín. Viðfangsefnið hefur þurrkað af honum allan drunga, og nú er enginn til aö hafa gætur á stefnunni hjá honum, þó að eitthvað kunni að geiga frá beinni línu, því aö Sveinn er sofnaður og Pétur ekki vaknaður enn. Hann er eini maðurinn um borö, sem er vel vakandi, og nú ber hann ábyrgð á bátnum, 4 manns- iífum auk sín og öllu öðru, sem í honum er. Hann fyllist hljóðri gleöi. Þessa stund er hann ekki í minnsta vafa um, aö sér muni takast aö leysa þau ókunnu viöfangsefni, sem biða hans. Og hann finnur eitthvaö í sál sinni rísa til samræmis við hiö takmarkalausa haf og hinn litla bát. — Kallaöu til mín, ef viö mætum skipi, drafar Sveinn í svefnrofunum. Kári játar því, en hugsar meö sér, 'aö þaö sé nú óþarfi. Daginn áöur haföi hann lært, hvernig á aö mæt- ast á sjó og honum finnst þaö eng- inn vandi. Hann sér marga báta, en mætir þeim ekki beinlínis, og Sveinn fær aö sofa í friði. Þeir koma innan af fjöi’öunum og stefna til hafs, stór- ir bátar og smáir, auðsjáanlega að fara í róöur. Pétur vill nú fá að stýra. Loksins er hann nokkurnveginn vaknaður og langar nú aö taka sér eitthvaö fyrir hendur. Kári er meögjörlegur, þegar hann sér, aö honum er þetta hjartans mál. Sveinn rumskar enn og spyr um klukkuna. Kári verður að fara fram í til aö vita, hvað tímanum líður, en þegar hann kemur aftur er Sveinn steinsofnaöur á ný. Kári veröur að vekja hann til að segja honum hvað klukkan er. — Það er gott, segir Sveinn. Þiö vekið þá rétt fyrir vakta- skiptin. Þeir nálgast nú Göltinn og bi’áðlega eru þeir fram xmdan fjallinu. Eggjar þess gnæfa viö loft og aldan brotnar á flúðum og stórgrýti við rætur þess, en hamraflugin eru hljóðleg og harð- leg í birtu morgunsins. — Faröu ekki mjög nærri, segir Kári. — Maður veit aldrei hvar boðar og blindsker eru viö landið. Pétri finnst þetta skynsamlega athugað og 92 UNGA fSLAND

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.