Unga Ísland - 01.06.1942, Qupperneq 22
Til gamans
Fyrirlesarinn: Eg verð' aö biðjayður,
áheyrendur góðir, að gefa mér betra
hljóð. Ég heyri varla til sjálfs min.
Eimi úr hópnum: O — þér missið
ekki af neinu.
Ung stúlka kom inn á lögreglustöð-
ina með grátandi dreng við hönd sér
og sagði:
— Ég fann þennan dreng grátandi
á götunni.
Lögregluþjónninn: — Einmitt það.
Já, verði hans ekki vitjað innan hálfs
árs, tilheyrir hann yður.
Tónskáldið: Hvernig finnst yður
nýja sónatan mín?
Kunninginn: — Hún mun lifa þeg-
ar verk Beethovens og Wagners eru
úr sögunni.
Tónskáldið: — Heldurðu það virki-
lega?
Kimninginn. — Já, en heldur ekki
fyrr.
í\í * :{s
Hún: — Ó, mér finnst, elskan mín,
að ég sé að verða gömul.
Hann: — Já, þú ert nú búin að
vera ung svo lengi.
Dóttirin: — Mamma, ég er að
skrifa henni Dóru. Á ég að skila
nokkru frá þér?
Móðirin: — Alveg er ég hissa á þér,
væna mín, að hafa kunningsskap við
svoleiðis manneskju, sem bæöi er illa
uppalin og dauöleiöinleg. Já, skilaðu
afskaplega góðri kveðju frá mér til
hennar.
— Hvað helduröu að hann pabbi
þinn segi, þegár þú kemur heim meö
rifnar buxurnar?
UNGA ÍSLAND
Eign RauSa Kross íslands.
Kemur út If) sinnum á ári í 16 síðu heftum.
Gjalddagi 1. apríl.
VerS blaSsins er kr. 6.00 árg.
Ritstjórar:
Stefán Jónsson, SigurSur Helgason.
AfgreiSsla er í GarSastræti 17.
Pósthólf 927.
PrentaS í Víkingsprenti.
w---------------------------------------
— Hann segir: Hvaö heldurðu að
hún mamma þín segi?
Ókunna konan: Á ég að trúa því,
að þér eigiö ekkert, sem þér gætuð
látið af hendi rakna við elliheimilið?
Húsbóndinn: Jú, bíöið þér við
þarna kemur tengdamóðir mín. Þér
getið fengiö hana.
Nafnagáta.
Upphafsstafir oröanna, sem á að
finna, eiga að mynda nafn á íslenzk-
um jökli, sé gátan rétt ráðin. —
1. Skógur á íslandi.
2. Borg á Bélgíu.
3. íslenzkur jökull.
4. Fljót í Egyptalandi.
5. Innhaf í Suðaustur-Evrópu.
6. Þorp í Grænlandi.
7. Foss í Árnessýslu.
8. Borg á Þýzkalandi.
■ 9. Partur af Rússlandi.
10. Eyjaklasi viö Noreg.
11. Höfuðborg Englands.
13 ára lesandi! Sendu okkur ritgerðina
uan stjórnarskipun í fomöldi. Við getum
ekki vitað hvort hægt er að birta hana
nema við sjáum hana. Kitstj.
96
UNGA ÍSLAND