Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 10
8 ÁrbókVFÍ 1988
greinar. Markmiðið er, að í árbókinni verði ávallt fjölskrúðugt efni sem höfði til sem flestra
félagsmanna.
Bókinni er ætlað að vera eigulegt ritverk, ekki einungis fyrir félagsmenn VFI, heldur einnig
fyrir alla þá sem áhuga hafa á verkfræði og tækni almennt. Utanfélagsmenn eiga því að geta
keypt einstakar bækur eða verið áskrifendur.
Utgáfunefnd hefur undanfarin misseri haldið tíða og langa fundi vegna útkomu þessarar
fyrstu árbókar. Vil ég þakka samstarfsmönnum mínum í nefndinni fyrir vel unnin störf í þágu
bókarinnar. Ennfremur færi ég þakkir félögum, sem fjölluðu um árbókarhugmyndina í fyrrum
Kynningar- og ritnefnd.
Sérstaklega ber að þakka mikið og óeigingjarnt starf þeim Birgi Jónssyni, ritstjóra bókarinn-
ar, og Rfkharði Kristjánssyni, sem tók að sér að rita tækniannálinn. Birgir hefur borið hitann
og þungann af framkvæmdunum. Ríkharður er, auk þess að vera höfundur annálsins, eins
konar hugmyndafræðingur árbókarinnar og mikill hvatamaður að þessari
breyttu útgáfutilhögun.
Þá vil ég þakka stjómum VFÍ, sem um málefni árbókarinnar hafa fjall-
að, fyrir að taka vel undir og samþykkja greiðlega allar tillögur Utgáfu-
nefndar viðvíkjandi bókinni.
Að lokum þakka ég öllum öðrum, sem lagt hafa efni til bókarinnar og
sem unnið hafa að útgáfunni og gert Arbók VFI að veruleika.
Rögnvaldur S. Gíslason, formaður Útgáfunefndar VFÍ
3 Inngangur
Arbók Verkfrœðingafélags Islands kemur nú út í fyrsta sinn. Vonandi fellur hún lesendum í geð
þar sem reynt er að hafa bókina hæfilega blöndu af félagslegu og tækni- eða vísindalegu efni.
Tæknilega efnið hefst á Tœkniannál ársins 1988, þar sem sagt er frá atriðum er varða tækni og
rannsókniráíslandi 1988. Vonandi verður það eftirsóknarvert að koma upplýsingum í annálinn
í framtíðinni. A eftir annálnum er kynning á starfsemi ýmissa fyrirtækja og stofnana á árinu
1988. Þessir aðilar styrktu einnig útgáfu bókarinnar. Síðast eru svo tíu tækni- og vísindagreinar.
Utgáfunefnd VFI vill gjaman fá að heyra í lesendum, hvort þeir séu ánægðir með þetta
hlutfall milli efnisflokka. Við óskum einnig eftir tillögum um efnistlokka til viðbótar, ef menn
telja einhverja þætti vanta í bókina.
Þar sem þetta er fyrsta Arbók VFÍ er ekki búið að staöla frágang hennar að fullu, t.d. er
nokkur munur á tilvísunum og heimildalistum tæknigreinanna. Einnig er mikill munur á
efnistökum í kynningu fyrirtækja og stofnana. Með því að meta kosti og galla þessarar fyrstu
árbókar, ætti að vera hægt að gera þá næstu enn betur úr garði og samræma fráganginn. Eins
standa vonir til að næsta Arbók komi út fyrr á árinu en þessi, en nokkuð miklar tafir urðu á að
hluti efnisins skilaði sér.
Eg vil þakka höfundum greina og annars efnis í bókinni fyrir þá miklu
vinnu sem þeir hafa lagt fram. Einnig vil ég þakka öllum öðrum sem
lögðu hönd á plóg við undirbúning bókarinnar, en þar ber sérstaklega að
nefna Viktor A. Ingólfsson tæknifræðing, sem hannaði útlit bókarinnar
að undanskilinni kápu og titilsíðu. Viktor sá einnig um alla uppsetningu
texta og mynda auk ýmissa annarra þátta varðandi bókina.
Að lokum vil ég hvetja félagsmenn VFI og aðra lesendur að koma
tillögum um endurbætur eða annarri gagnrýni á framfæri við Útgáfu-
nefnd félagsins. . r, ,, , -
Birgir Jónsson, ritstjón Arhokar VI I.