Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 12
1-1
Skýrsla stjórnar
og undirdeilda
1 Framkvæmdastjórn
Framkvæmdastjórn VFÍ var skipuð eftirtöldum frá 15. mars 1988 til 29. mars 1989:
Jón Ingimarsson Meðstjórnendur: Eysteinn Haraldsson
Viðar Ólafsson Baldur Hjaltason
Oddur B. Björnsson Varamenn: Agúst H. Bjarnason
Sæmundur Þorsteinsson
Varamenn tóku þátt í öllum störfum stjórnarinnar.
Fjölmörg mál komu til afgreiðslu stjórnar. Bókaðir voru 36 fundir, en
auk þeirra voru haldnir margir vinnufundir, einkum vegna ráðningar
nýs framkvæmdastjóra og fjárhagserfiðleika félagsins. Framkvæmda-
stjóraskipti og erfiður fjárhagur settu mikinn svip á störf stjórnarinnar
og víst er að sú starfsáætlun sem stjórnin setti sér og nánar verður
vikið að í þessari skýrslu raskaðist verulega á síðari hluta starfsársins
af þeim sökum. Þrátt fyrir þetta var þó boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir félagsmenn, ýmis
mál leidd til lykta og önnur eru tilbúin til framkvæmda þegar fjárhagur leyfir eins og nánar
verður vikið að í skýrslunni. Þetta má að talsverðu leyti þakka fastanefndum félagsins. Óhætt
er að fullyrða að þær breytingar sem gerðar voru á lögum félagsins um fastanefndir á aðalfundi
1987 hafa reynst mjög vel a.m.k. á þessu starfsári.
Formaður:
Fráfarandi formaður:
Varaformaður:
2 Aðalstjórn
I aðalstjóm áttu eftirtaldir sæti auk framkvæmdastjórnarmanna:
Agúst H. Bjamason, form. RVFI Eymundur Sigurðsson, form. SV
Geir Þ. Zoéga, form. NVFÍ Hildur Ríkarðsdóttir, form. BVFÍ
Jónas Bjamason, form. LVFÍ Pétur Stefánsson, form. FRV
Trausti Eiríksson, form. VVFÍ ÞórTómasson, form. EVFI
Formaður og aðrir stjórnarmenn Kjarafélags raunvfsindamanna sögðu sig úr félaginu á starfs-
árinu. Astæður úrsagna þeirra eiga langan aðdraganda og stafa fyrst og fremst af því að raun-
vísindamenn telja félagið ekki hafa tekið skýra afstöðu til veru raunvísindamanna í því fyrr en
með inntökuskilyrðum sem samþykkt voru á sl. ári. Jafnframt því sem þeir njóti ekki réttar í
félaginu til jafns við þá sem hafa leyfi til að kalla sig verkfræðinga. Þeir fái t.d. ekki inngöngu í
Stéttarfélagið. Samkvæmt lögum VFI er þó Kjarafélag raunvísindamanna enn til og geta
raunvísindamenn í VFI lífgað það við óski þeir þess. Geri þeir það ekki á næstu mánuðum tel
ég nauðsynlegt að fella það úr lögum félagsins.
Aðalstjórn hélt þrjá fundi á árinu. Þar var m.a. tjallað um inntökuferli og sameiginlegar
reglur félagsins og Iðnaðarráðuneytisins um mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig verk-
fræðing, um inntökuferli ungfélaga, um starfsáætlun framkvæmdastjórnar sem og starfsemi
deilda og hagsmunafélaga, um fjármál Verkfræðingahúss og reikninga félagsins og fjárhags-
áætlun. Eg tel að ekki hafi tekist að samræma störf félagsins og deilda nægilega vel, t.d. kom