Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 14
12 Árbók VFÍ 1988
svo enn. Hún hefur skorið starfsemi félagsins mjög þröngan stakk, jafnframt sem mikill tími
skrifstofunnar og stjórnarmanna hefur farið í að innheimta félagsgjöld, afla nýrra lána o.þ.h.
4 Félagsmenn
A starfsárinu gengu 36 í félagið sem fullgildir félagar og 35 sem ungféiagar. Umsóknum 8
manna var hafnað. Úrsagnir úr félaginu voru 31. Á aðalfundi eru skráðir félagsmenn 1113, þar
af 35 ungfélagar.
Á starfsárinu mælti framkvæmdastjóm með því við iðnaðarráðherra að 63 fengju heimild til
að kalla sig verkfræðinga. Þá mælti stjómin með því við félagsmálaráðherra að 8 verkfræðing-
ar fengju löggildingu til að gera uppdrætti, samkvæmt byggingarlögum.
5 Samstarf viö TFÍ
Samstarf milli VFI og Tæknifræðingafélags Islands hefur verið talsvert á starfsárinu. Útgáfu
Verktækni hefur verið haldið áfram og félögin hafa haldið þrjá sameiginlega fundi, sjá nr. 10,
15 og 18 í lista yfir fundi.
Frá 1983 hafa félögin skipst á að halda samráðsfundi. Á starfsárinu hafa verið haldnir tveir
slíkir, sá fyrri var haldinn 19. maí 1988 í boði TFÍ og sá síðari 18. nóvember 1988 í boði VFÍ.
Á þeim síðari var tekin upp sú nýbreytni að halda fundargerð. Þessir fundir eru gagnlegir, þar
gefst tækifæri á að skiptast á skoðunum, kynna hvað er á döfinni hjá félögunum, ræða sam-
eiginleg mál s.s. FEANI málin o.fl.
6 Starfsemi VFÍ og stefna 1988/89
I byrjun starfsársins fór framkvæmdastjórn yfir þau mál sem áhugi var á að vinna að á starfs-
árinu. Ymist var um að ræða mál sem stjórnarmenn lögðu fram, nefndir félagsins eða einstakir
félagsmenn. Eftir umfjöllun stjómar var ákveðið að beina kröftum að nokkrum verkefnum og
verða þau rakin hér á eftir:
6.1 Innheimta félagsgjalda - nýjar tekjuleiöir:
Framkvæmdastjórn VFÍ starfsárið 1987/1988 fól þáverandi framkvæmdastjóra að kanna hvort
unnt væri að innheimta félagsgjöld með iðgjöldum Lífeyrissjóðs VFÍ. Að mati hans var leiðin
fær og ákvað því stjórnin að leggja til við aðalfund að fyrirkomulagi á innheimtu félagsgjalda
yrði breytt þannig að þau yrðu innheimt mánaðarlega með iðgjöldum til Lífeyrissjóðsins.
Tillagan var samþykkt á aðalfundi.
Á öðrum fundi framkvæmdastjómar á starfsárinu, sem nú er að ljúka, var samþykkt að skipta
félagsgjaldinu þannig að sendur yrði gíróseðill fyrir tæplega helming félagsgjaldsins meðan
unnið væri að því að undirbúa mánaðarlega innheimtu sem miðað var við að hæfist um mitt ár.
Með bréfi dags. 15. apríl var félagsmönnum gerð grein fyrir þessum áformum og óskað eftir
því að þeir hefðu samband við skrifstofu félagsins ef þeir vildu ekki að þessi háttur yrði
viðhafður við innheimtuna. Fáeinir félagsmenn höfðu samband og sögðust ekki vilja að þessi
háttur yrði hafður við innheimtu félagsgjalda sinna.
Með bréfi dags. 1. júní 1988 var flestum vinnuveitendum verkfræðinga sent bréf þar sem
óskað var eftir að þeir tækju að sér að innheimta félagsgjöldin með iðgjöldum til Lífeyris-
sjóðsins. Einstaka vinnuveitandi hafði samband við skrifstofuna og sagðist ekki vilja hafa
milligöngu um innheimtuna.
I júní þegar hrinda átti tillögunni í framkvæmd, samkvæmt áætlun, taldi þáverandi fram-
kvæmdastjóri ýmsa annmarka vera á því, jafnframt sem hún sparaði ekki eins mikla vinnu og